Færsluflokkur: Evrópumál

VG og Samfylking til ársins 2050!

   Þetta eru háleit markmið hjá Ríkisstjórninni.  Samstarfsyfirlýsing Ríkisstjórnar segir stefnt að minnkun á gróðurhúsaloftegundum um 50-75% fram til ársins 2050.  Nú vitum við náttúrulega ekki hvort þetta samstarf verði traust allan þennan tíma, en aldrei að vita nema svo verði, allavega miðast markmið þessara flokka á ákveðnum aðgerðum við að svo verði.  Margt á eftir að breytast í heiminum á þessum tíma og tæknin á eftir að þróast áfram, þannig að reglugerðir og markmið sem þessi verða kannski óþörf í framtíðinni.  Fyrirtæki og einstaklingar eru stöðugt að vinna í þessum málum um allan heim og kröfur fólksins verða alltaf meiri með tímanum.  Og ef drifkraftur einstaklinga fær að njóta sín án hlutskipta Ríkisins þá nást þessi markmið sjálfkrafa og fyrr.   
mbl.is Samdráttur um 52% mögulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiljanlegar áhyggjur.

  Það er skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af þessu máli.  Það lítur út fyrir að fólkið treysti ekki núverandi stjórnvöldum til að fara með þessi skuldamál þjóðarinnar.  Samningurinn sem lagður hefur verið fram á Alþingi er afspyrnuslakur og ljóst að fólk hugsar mikið um hvað á að gera á næstu misseruml.  Á fólk að  reyna að flýja þetta "sökkvandi skip" okkar eða á fólk að reyna að standa þetta af sér og vona að eftir 7. ár þá verði búið að breyta aftur þessum skuldum í eitthvað allt annað!!  Kannski jú ef núverandi stjórnvöld verða búin að semja okkur inn í ESB líka og þannig búið að koma hnútum þannig fyrir að við eigum engra kosta völ þegar við verðum endanlega hrokkin ofan í "kok" ESB báknsins.
mbl.is Hrekkur ekki fyrir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttmæt krafa!

   Hlýtur að vera réttmæt krafa um að málið verði til lykta leitt fyrir dómstólum, en ekki einfaldlega samið í blindni við erlend stjórnvöld um þær skuldir sem sköpuðust  við fjármálahrunið síðastliðið haust.  Ljóst er þó að Safmfylkingin sem leiðir Vinstri græna í málinu við hafa hraða á til að geta haldið áfram með ESB inngönguferlið, ESB er sett ofar hagsmunum Íslands í þessu máli.  Einnig virðist sem við höfum ekki náð miklu út úr þessum "nauðungasamningum".
mbl.is Margir skrá sig gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áframhaldandi vísitöluhækkanir.

   Ljóst er að hækkanir streyma inn sem aldrei áður,  framundan eru skattahækkanir eins og t.d. sykurskattur og grænir skattar á eldsneyti og fl. Gengi mun áfram vera lágt sem þýðir frekari hækkanir á innfluttum vörum og einnig innlendum sem byggjast á erlendum hráefnum, þannig að við eigum eingöngu eftir að sjá til lengri tíma litið hækkanir á vísitölum og þar með hækkunum á lánum heimila og þar fram eftir götum!  Svo má fastlega gera ráð fyrir hækkunum hjá opinberum stofnunum og Sveitarfélögum þegar líða tekur á næsta haust og vetur, þannig að betra er að gera ráð fyrir hinu versta á næstu mánuðum, ekkert er í pípunum hjá stjórnvöldum aðrar en skammtíma bráðaaðgerðir.  Eina lausnin á næstu misserum er að liðka til fyrir fyrirtækjum stórum og smáum og hvetja til arðbærðra verkefna með ívilnunum á sköttum og til að fá erlenda fjárfesta til að halda áfram fjárfestingum hér á landi með ýmsum stórframkvæmdum í iðnaði og þjónustu.  Það sem skortir nú eru nýjir frumkvöðlar með nýjar hugmyndir.  Vandséð verður þó að þeir finnist á næstunni, undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja hér og í ljósi þeirrar pólitískrar stefnu sem þjóðin ætlar að fylgja á næstunni.
mbl.is Grænmeti og ávextir lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vitlaus "dagur" í dag?

     Greinilegt að Dagur B. er ekki alveg með á nótunum hjá Samfylkingu!  Hann virðist ekki átta sig  á að hann er í minnihlutastjórn með "kommunum".  Hvernig hann ætlar að koma ESB á dagskrá eftir kosningar skilur maður ekki, við vitum ekki betur en að  Vinstri Grænir séu alfarið á móti þeim gjörningi!  Dagur situr jú í borgarstjórn en hann er greinilega ekki vel upplýstur í landsmálapólitíkinni.  Kannski voru þetta bara illa ígrunduð ummæli sem þutu út í loftið í gegnum gleðitárin hjá Degi B.
mbl.is Dagur nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsfundur: Margt meira heldur en ESB.

  Landsfundur Sjálfstæðisflokks mun vonandi ekki snúast um ESB eingöngu, heldur um hvernig eigi almennt að verja kjör landsmanna og hag þjóðarinnar almennt á næstu misserum.  Evrópuumræðan á eingöngu að vera einn þáttur af mörgum sem taka á fyrir á landsfundi flokksinns.  Vonandi mun Samfylkingin ekki eiga marga fulltrúa á fundi flokksins í lok mánaðarins, en það hljómar í umræðunni eins og Samfylking sé að undirbúa flokksfundinn en ekki Sjálfstæðismenn sjálfir.  Það þarf lausnir á Efnahagskreppunni hér en ekki "spekúlasjónir" um framtíðina með Evrópu á næstu árum.  Reynum að leysa vandann hér á landi, t.d. hvort við þurfum annan gjaldmiðil sem dæmi og hvernig á að verja hag launþegafólks í þessu landi á næstu misserum.  Ljóst er að Samfylking hefur engan áhuga á þeim umræðum, hún horfir eingöngu til þess að komast undir "pilsufaldinn" á Evrópusambandinu.
mbl.is „Brygðist sögulegu hlutverki sínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart.

   Þessi könnun Daily Telegraph kemur ekki á óvart, Bretar hræðast það greinilega að missa öll völd á pundinu sínu, og það þrátt fyrir fall á pundinu undanfarið.  Þeir vilja fara hægt í þessum málum og vilja sjá hvernig Evrópusambandið þróast á næstu árum, þeir trúa greinilega ekki nóg á samstöðuna í sambandinu til lengri tíma litið, enda eðlilegt í ljósi sögunnar.
mbl.is Bretar vilja snúa baki við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband