Færsluflokkur: Kjaramál

Boltinn er hjá Ríkisstjórn, en hvar er Ríkisstjórnin?

   Nú þegar allar líkur er á að kjarasamningum verði sagt upp, þá leggur Ríkisstjórnin á flótta.  Ríkisstjórn Íslands er nefnilega farin á Norðulandaþing, þar sem hún talar helst um ICESAVE og IMF.  Á meðan sitja leiðtogar SA og ASÍ og funda um hvernig hægt sé að "bjarga" kjarasamningum verkafólks í þessu landi, enda málin í algjöru uppnámi.  En það virðist vera svo að Jóhanna Sigurðar og Steingrímur J. telji Norðurlandaþing mikilvægari á þessum örlagatímum!  Þetta sýnir náttúrulega í raun hve langt þessir gömlu pólitíkusar hafa fjarlægst alþýðuna í landinu.  Þetta sýnir líka hvernig manneskjurnar breytast við langa setu á Alþingi Íslendinga.  Merkilegt í ljósi þess að þetta eru flokkar sem kenna sig við jafnræði og jafnrétti, en bera í raun ekki meira skynbragð til þess að huga að velferð verkafólks í þessu landi meira en svo að láta sig hverfa á Norðurlandaþing til að sýna að hér sé allt í góðu lagi heima fyrir!  Á meðan blæðir verkafólki út hægt og rólega!!

ps: Hvar er Norðulandaþingið haldið annars?!?  Það virðist ekkert vera hægt að finna um þetta á netinu, hvar fundurinn sé?? Greinilega ekkert merkilegt til að segja frá á þeim bæ!!


mbl.is Það er þungt yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað breyttist hjá Ríkinu?

     Ekki er neitt í þessari frétt að heyra um hvað breytti afstöðu hjá opinberum starfsmönnum, var sæst á meiri skattahækkanir eða meiri niðurskurð hjá hinu opinbera?  Athyglisvert að fylgjast með þegar þetta verður opinberað.
mbl.is Sáttmáli undirritaður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun vaxta í takt við þróun mála hjá Ríkisstjórn.

  Greinilegt er að Seðlabankinn hefur ekki trú á þeim aðgerðum sem Ríkisstjórnin leggur til í hagræðingaaðgerðum sínum!  "peningastefnunefnd" sér ekki mikið gerast í landstjórninni sem gefi tilefni til lækkunar stýrivaxta að ráði.  Ríkisstjórninn færir ekki fram neinar tillögur til hagræðinga innan Ríkisgeiranns.  Eina lausnin hjá stjórnvöldum er að leggja á skatta og aftur skatta og það sérstaklega á almenning, en ekki hróflað við þeim geira sem snýr að stofnunum sem til að mynda Vinstri grænir hafa með að gera og má þar nefna sérstaklega Heilbrigðiskerfi sem og Menntakerfinu svo ekki sé nú minnst á Umhverfisráðuneytið.  Í þessum geira verður líklega ekki hróflað við miklu.  Alvöru tiltekt er ekki á dagskrá hjá hinni háu Ríkisstjórn,  skellurinn verður tekinn af almenningi eins og búast mátti við frá upphafi.  Og þetta veit Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn mæta vel. 
mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarhús, þjóðinni dýrkeypt.

   Eins og gera mátti ráð fyrir í upphafi, þá verður tónlistarhúsið baggi á þjóðinni næstu árin og við þurfum að greiða með þessu "bákni" langt inn í framtíðina.   Þetta verður eins og með Þjóðarbókhlöðuna forðum, endar með að settur verður sérstakur skattur til að klára verkefnið, reikningurinn sendur skattgreiðendum.
mbl.is Tónlistarhús 650 millj dýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála um að ná varanlegum stöðugleika í hagkerfi okkar.

  En spurning hvort slíkt verði mögulegt með þeirri Ríkisstjórn sem nú er verið að koma á koppinn!  Ljóst er að næsta Ríkisstjórn verður útgjaldafrek í meira lagi.  Svo þegar líður á næsta vetur, þá megum við búast við  kostnaðarhækkunum hjá hinu opinbera sem mun í framhaldinu verða til þess að hækka allar góðu Vísitölurnar okkar sem munu síðan verða til að hækka lán okkar, og svo koll af kolli.  Ekki getur maður haft mikla trú á verðbólguspám til lengri tíma með þá aðila við stjórn sem nú sitja!  Hver og einn landsmaður verður því að gera ráð fyirr hinu versta á næstunni og einungis vona það besta.  Fólk mun verða að vinna vel í að gera hreint fyrir sínum dyrum til að fá ekki annan skell á sig seinna meir með því einfaldlega að spara og greiða niður skuldir sem mest áður en næsta holskefla frá næstu stjórn skellur yfir okkur.  Þetta er eins og með veðrið, best að nota lognið á milli lægðana til að festa niður öll verðmæti og vera svo klár fyrir næsta illviðri.
mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn með Alþingi í spennitreyju!

   Á Alþingi standa umræður yfir um stjórnarskrárbreytingar og greinilegt er að þar hafa Framsóknarmenn ráðin þar sem þeir krefjast stjórnlagaþings og hafa í þeirri umræðu stuðning frá minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna!  Málum er því þannig háttað núna, að þessi litli þingflokkur Framsóknar hefur sett Alþingi í spennitreyju með framsetningu um stjórnlagaþing.  Og Framsókn er ekki einu sinni í Ríkisstjórn.  Framsókn nær sínu fram með aðför sinni að stjórnarskránni án þess einu sinni að sitja í stjórn. 
mbl.is Spurst fyrir um sumarannir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri eignaupptaka framundan hjá VG.

 Stefna VG er sú að í stað uppbyggingar eftir fjárhagshrunið í heiminum þá skal áfram haldið með eignaupptöku og nú meðal ALLRA  landsmanna og þá í framhaldinu skal skert enn meir fjárhagur heimilanna í landinu þegar til lengri tíma er litið.  Nú skal haldið úr öskunni í ELDINN!  Í því ástandi sem nú ríkir, þá vilja Vinstri Grænir ná þeim fáu aurum sem landsmenn reyna að halda í og líklega nota þá til að keyra upp samneysluna í þjóðfélaginu og styrkja gamla báknið sem menn hafa nú í áraraðir lagt mikið á sig til að vinna bug á.  Nú skal horft til fortíðar!!
mbl.is Komið að skuldadögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt stopp!

  Það er allt stopp á meðan þessi Ríkisstjórn er við völd, ljóst er að menn vilja ekki ræðast við því að vitað er að ekki er möguleiki að ræða innkomu Ríkisstjórnarinnar að kjaramálum þessa dagana.  Þess vegna verður lítið aðhafst í kjaramálum á næstunni.  SA og ASÍ er ljóst að bíða verður eftir því að stjórnarkreppunni ljúki,  greinilegt að menn sjá að lítið verður úr verki hjá þeirri Ríkisstjórn sem nú stýrir landinu.
mbl.is Sjá ekki ástæðu til að svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomnlega hárrétt ákvörðun hjá Einari kr. Guðfinnssyni.

   Og Einar Kr. hefur rökin sín megin í þessum málum.  Hvalveiðar og Hvalaskoðun geta að sjálfsögðu farið vel saman enda þessir hlutir gengið vonum framar síðustu sumur!  Merkilegt er þó þegar Formenn starfsgreinasambanda taka sig saman og álykta gegn þessum aðgerðum sem eiga að vera í þágu þjóðarinnar allrar.  Þarna taka formennirnir þrönga hagsmuni fram yfir hagsmuni heildarinnar.
mbl.is Gagnrýna ákvörðun Einars Kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er toppinum náð?

  Nú er spurningin hvort að toppi sé náð í hækkanaferlinu almennt?  Verðbólgan er komin í yfir 18%.  Athyglisvert er hve mikið grænmeti hefur hækkað, en gengið hefur haft mikil áhrif á verð innfluttra vara síðustu mánuði.  Nú verður við að bíða og sjá hvort verðbólga fari lækkandi næstu mánuðina eins og menn gera ráð fyrir eða hvort hún heldur áfram upp á við, þetta verður nú í höndum nýrrar Ríkisstjórnar að stýra þessu í "rétta átt".  Óttast margir að verðbólgan geti haldið áfram að magnast ef ný stjórn tekur ekki málin "föstum" tökum, tíminn er stuttur og málið þolir enga bið, en maður óttast óneitanlega hið versta næstu mánuði.

 


mbl.is Verðbólgan 18,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband