Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Steingrímur: Ólánsmál sem lenti í höndunum okkar (ICESAVE).

   Steingrímur vill losna við þetta mál út af borðinu með sem einföldustum hætti, þótt það feli í sér mikinn fórnarkostnað!  Steingrímur vill greinilega sem minnst með svona utanríkismál að gera í sínu Ráðuneyti.  Hann vill frekar sinna skattahækkunarmálum hér innanlands.  Dæmigert fyrir Vinstri Græna að vilja öll erfið mál sem varða samskipti við erlendar þjóðir sem mest út af borðinu!  Þótt það kosti miklar fórnir bæði hvað varðar að skuldbinda þjóðina um þúsundir milljarða eða þá að gefa eftir gagnvart Samfylkingu hvað varðar ESB inngöngu!?!  Þetta "ólánsmál" Steingríms ICESAVE, á eftir að verða þungur baggi fyrir þjóðina seinna meir verði það samþykkt.  Hin leiðin að leyfa Bretum að fara í mál verður þó allavega ekki dýrara en hin leiðin, það er ljóst.  Dómstólaleiðin tekur mörg ár og margt mun koma í ljós í þeim Réttarhöldum sem mun án efa gefa okkur meiri von um að við þurfum ekki að punga út þvílíkum fjármunum á við það sem mun þurfa að greiða ef við samþykkjum.  Og gleymum því ekki að Innistæðutryggingasjóður er ekki það sama og Ríkisábyrgð, það eitt segir okkur að Íslenska þjóðin er í nokkuð góðri stöðu í þessu máli.  Máltæki segir: Þú tryggir ekki eftir á!  En nú vill Ríkið koma því á að maður geti jú tryggt eftir á!?!?
mbl.is EES-samningurinn var í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave málið á dagskránni á skjánum.

    Á skjá einum verður þáttur á dagskrá í kvöld um Icesave málið.  Samkvæmt vefmiðlinum Pressunni verður þátturinn í samstarfi við Morgunblaðíð.  Gestir verða Davíð Oddsson og fulltrúar frá öllum stjórnmálaflokkum þ.e. ef þeir þora yfir höfuð að senda einhverja.  Búast má við að erfitt reynist að fá einhverja hátt setta flokksmenn frá VG og Samfylkingu, þar sem málið er á dagskrá þingsins einmitt þessa dagana og málið mjög viðkvæmt fyrir þessa flokka.  Athyglisverður þáttur engu að síður og ljóst að margir munu fylgjast grannt með!

Er vitlaus "dagur" í dag?

     Greinilegt að Dagur B. er ekki alveg með á nótunum hjá Samfylkingu!  Hann virðist ekki átta sig  á að hann er í minnihlutastjórn með "kommunum".  Hvernig hann ætlar að koma ESB á dagskrá eftir kosningar skilur maður ekki, við vitum ekki betur en að  Vinstri Grænir séu alfarið á móti þeim gjörningi!  Dagur situr jú í borgarstjórn en hann er greinilega ekki vel upplýstur í landsmálapólitíkinni.  Kannski voru þetta bara illa ígrunduð ummæli sem þutu út í loftið í gegnum gleðitárin hjá Degi B.
mbl.is Dagur nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wall Street Journal.

   Hannes Hólmsteinn tjáir sig á vef Wall Street Journal.  Hann segir þar að láni frá IMF. hafi verið þröngvað upp á okkur af kröfu IMF og Evrópusambandsins, eftir að bankarnir hrundu hér í Október,  til að við gætum uppfyllt greiðslukröfur frá erlendum innlánseigendum og þannig steypt Íslenskum borgurum í stórskuldir.  Í rauninni er Hannes bara að lýsa þróun mála hér á landi  fyrir erlendum lesendum blaðsins.  Það er nú ekki svo slæmt að einvher taki að sér að útskýra málin fyrir umheiminum, okkur veitir nú ekki af að reyna rétta stöðu okkar á alþjóðavísu og koma hlutunum rétt til skila hvað varðar útskýringar á hruninu mikla sem hér varð.  Ekki laust við að maður sjái léttan húmor að hætti Hannesar bregða við í þessari grein!
mbl.is Hannes Hólmsteinn: Óvinir Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingarstjórnin vekur athygli!

   Það er eðlilegt að þessi nýja stjórn veki athygli um allan heim og ekki síst í Kína, enda sjá menn þar nýja bandamenn í pólitíkinni, og kannski veitir ekki bara af fyrir okkur, þar sem við erum búin að missa þá flesta hér á Vesturlöndum!!!
mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskiptin.

  Það er alveg víst að stjórnarskipti muni breyta litlu, nema ef menn ákveði að fara aðrar leiðir en samþykkt hefur verið að fara í dag þ.e. þá leið sem IMF hefur skipað okkur að fara.  Þá lendum við í nokkurskonar (NO WAY OUT) stöðu.  Ef við hefðum ákveðið strax að hafna IMF þá hefðu málin litið kannski öðruvísi út, það má allavega ætla að svo hefði verið.  En trúverðugleiki þjóðarinnar gagnvart alþjóðasamfélaginu minnkaði stórlega ef við færum að snúa blaðinu við á miðri leið.  Það er jú þannig að sumir stjórnmálaflokkar eins og VG. vilja hafna allri hjálp að utan ef þeir komist til valda, það er þó nokkur möguleiki á því á meðan ólga er ríkjandi hjá almenningi gagnvart ríkjandi stjórnvöldum.  Það er vonandi svo að sú stjórn sem nú er fái frið, nú þegar búið er að ákveða kosningar í vor og fólk geti farið að láta sig "dreyma" um betra þjóðfélag eftir kosningar, því kannski verður það draumurinn einn sem fólk situr eftir með að loknum kosningum.


mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr forseti Bandaríkjanna.

  Þá er Barack Obama tekinn við sem forseti Bandaríkjanna.  Hann tekur við á erfiðum tímum í Efnahagsmálum heimsins.  Forsetinn fer með yfir 80% stuðning þjóðarinnar við upphaf valdatíðar sinnar samkvæmt könnunum.  Þetta er þó ekki einstakt í sögunni því minna má á að Ronald Reagan hafði svipaðan stuðning þegar hann tók við embætti á sínum tíma!  Reagan tókst að standa undir væntingum á sínum tíma og vonandi verður það sama uppi á teningnum hvað Obama varðar, fólk trúir því að betri tímar séu framundan og því verður athyglisvert að fylgjast með hvernig hinum unga forseta tekst til í embætti.  Nú þegar Bush hverfur úr embætti, þá verður athyglisvert að fylgjast með hvernig sagan mun dæma hann þegar fram líða stundir!  Ég hef nokkra trú á því að hans verði minnst sem þess manns sem braut upp herör gegn hryðjuverkum í heiminum m.a. og sýndi að ekki væri hægt að ráðast gegn lýðræði í heiminum með skæruhernaði eða öðrum hermdarverkum, eða hvaða nöfnum sem þau nefndust.  Allavega er búið að tryggja að ekki verður ráðist gegn Bandaríkjunum með þeim hætti sem þekkist í öðrum heimsálfum, það er eitt sem búið er að tryggja!
mbl.is Obama: „Við erum reiðubúin að leiða á ný“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband