RÚV: Með Davíð á heilanum!

   Ríkisútvarp allra landsmanna heldur vart vatni yfir ráðningu Davíðs Oddssonar.  Í útvarpsfréttum mátti glöggt heyra að menn væru sjokkeraðir yfir ráðningu hans.  Ekki óeðlilegt út af fyrir sig, þar sem Ríkisútvarpið er meira og minna teymt af núverandi stjórnvöldum og greinilega ekki mikil gleði að vita af því að nú muni hinn þaulreyndi fyrrum stjórnmálamaður Davíð Oddsson lyfta upp penna endrum og eins og fjalla um það sem hæst ber í Íslensku þjóðlífi hverju sinni.  Eitt má þó segja í þessu sambandi, nú verður loksins eitthvað til að tala um á næstunni, ekki hefur mikið fréttnæmt verið að gerast hjá stjórnvöldum á síðustu mánuðum, það eitt er víst!
mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, er RÚV með heila?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:08

2 identicon

Ívar ég þekki heilan helling af Sjálfstæðismönnum,og hefi ég hringt í nokkra í dag,(ég er ekki flokksbundin neinstaðar)og spjallaði ég um það við þá hvernig þeim litist á fyrrum foringja sinn í dag.  ÍVAR  þeir voru ekki ánægðir,með þessa stöðuveitingu til Davíðs,þeir sögðu að þetta hefði ekki átt að geta gerst,en voru samt ekkert hissa því að Davíð hafi verið búin að ákveða þetta sjálfur og sumir þessara gamalla góðra vina minna sem ég spjallaði við bættu því við að Davíð hafi átt þetta inni hjá þeim sem þarna eru komnir að kjötkötlunum.Þú mátt ekki gleyma því að stærsti hluthafin í Mogganum hún Guðbjörg Matthíasdóttir,henni tókst að selja bréf sín korteri áður en hrunið stóra var.Manstu hver var hennar ráðgjafi,ég skal segja þér það það er stórvinur Davíðs hann Gunnlaugur Gunnlaugsson,en sá maður virðist vera stjórnarkóngur Íslands,hann er búin að sitja í ótrúlegustu stjórnum sá maður.Hvort að mig minnir ekki að hann hafi verið einnig veislustjóri Davíðs í síðasta stórafmæli hans,já þeir eru víða vinir Davíðs.Sjáum einn ráðgjafa Davíðs en sá heitir Hannes Hólmsteinn,vá það tryggðartröll. Davíð Oddsson er Bölvaldur þjóðarinnar No 1.

Númi (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband