Færsluflokkur: Samgöngur

Og Ríkið hækkar enn skattana!

   Ekki veitir alþýðunni af meiri skattahækkunum á þessum síðustu og verstu!  Nú er hækkað vegna kolefnisgjalds.  Næst má ætla að Ríkið hækki eldsneytið og má búast við álögum eins og t.d. svifryksskatti og fl. Alþýðan setur sig hvort sem er ekkert á móti þessu, þar sem hún er alltof upptekin við að rannsaka efnahagshrunið og leita nýrra samninga vegna Icesave ánauðarinnar.  Á meðan hefur Ríkisstjórnin frí spil á hendi og nýtir tækifærið til skattahækkana á meðan Alþýðan sefur!   
mbl.is Orkan hefur ekki hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er Eyland!

   Og þessvegna er boðun verkfalls hjá hinu Ríkisrekna flugfélagi þessa lands alvarlegt mál.  Ljóst er að ekki hefur verið samið um nokkurt skeið hjá þessari stétt manna og getur maður svo sem haft samúð með þeim á vissan hátt, en samt er ljóst að stéttir í fluggeiranum geta átt auðveldar með að ná sínum málum fram en í öðrum geirum atvinnulífsins.  Þessar stéttir geta jú með aðgerðum sínum nánast lokað landinu, engin önnur leið er fyrir hinn almenna borgara að komast úr landi nema þá kannski með Norrænu!  Reyndar er í dag hægt að ferðast með "hinu félaginu" Iceland Express, og býst maður við að eitthvað muni bókanir aukast með þeim á meðan hugsanlegu verkfalli stendur?  En svo er náttúrulega sp. með hvort þeir færu kannski í "samúðarverkfall" með flugliðum Ríkisfélagsins?  Það hlýtur að mega búast við að viðsemjendur semji með tilliti til ástandsins á hinum almenna vinnumarkaði í dag.  Er ekki Ríkið búið að gefa út að enginn eigi að vera með hærri laun en Forsætisráðherra t.a.m.  Annars verður forvitnilegt að fylgjast með verkfallsboðunum hjá Ríkinu á næstunni. Þar eru margar stéttir sem geta gert "skurK"  í þjóðlífinu vegna ýmissa starfa sem eru bundin við réttindi ákveðinna manna og engir aðrir geta gengið þar inn í.
mbl.is Flugmenn undirbúa verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérleyfi eða Einkaleyfi.

Þetta er athyglisverð deila sem þarna er í gangi. Deilur tveggja aðila sem vilja stunda akstur milli tveggja staða óáreittir og án nokkurrar samkeppni.  Fyrir það fyrsta er það fáránlegt að stofnun eins og Vegagerðin skuli hafa með það að gera hver fái að á Þjóðvegum landsins, og svo hitt almennt, að fyrirtæki geti fengið sérleyfi til að aka fólki milli bæja.  Það sem gerir þetta svo enn skondnara, er þessi munur á Sérleyfi og Einkaleyfi.  Þarna eru greinilega deilur í gangi sem ættu að heita til fortíðar, en ættu ekki að þurfa að vera í gangi í því opna Samkeppnisþjóðfélagi sem við búum við í dag!  Hver er annars munurinn á Sérleyfi og Einkaleyfi í raun?
mbl.is Ólögleg sérleyfi veitt Strætó?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein vitleysan í rekstri strætó.

Strætó er orðið eitt mesta "skrípa" fyrirbærið í þessari borg! Hver tilraunin rekur aðra í rekstri þessa fyrirbæris sem strætó bs. er.  Borgin hendir peningum í þennan rekstur ásamt nágrannasveitum í kring, enginn framtíðarplön eru til um þennan rekstur annar en sá að prófa áfram með kostnaðarsamar tilraunir af ýmsu tagi, eins og að knýja vagnana áfram með hinum og þessum nýju orkugjöfum, veita frítt í strætó fyrir valinn hóp fólks í borginni og jafnvel víðar, prófa ýmsar nýjar leiðir í akstri, svo hinn almenni borgari nái nú örugglega "ekki áttum" með hvert hann stefnir með strætó ef hann tekur hann allt í einu einn daginn, og nú vilja menn "þjóðnýta" vagnana með því að gefa jafnvel öllum ungmennum landsins frítt í strætó! Og Landsbyggðin grípur þetta á lofti með því að svara "takk fyrir" en þið í borginni skuluð sjá um að kosta börnin okkar í og úr skóla!  Og "for helvedet! eins og einn landsbyggðar bæjarstjórinn á að hafa sagt samkv. fréttinni!! 


mbl.is Segja þvert nei við kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband