Engar fréttir eru góðar fréttir eða hvað?

Nú er sumarfrí hjá mörgum og lítið að gerast í stórpólitíkinni. Nema jú kannski þetta: Forsætisráðherra okkar var í Þýskalandi og hitti Merkel en ljósvakamiðlar höfðu lítinn áhuga á að sýna frá blaðamannafundi Merkel og Jóhönnu! Ekki fengu landsmenn að heyra hvað Jóhanna sagði á fundi þessum þ.e. frá henni sjálfri, við sem þekkjum til í þessum bransa vitum þó skýringuna á því. Athyglisvert hve fjölmiðlamenn veita þessum Ráðherra okkar mikla vernd fyrir þeim sjálfum. Það er þjóðinni dýrkeypt þessi misserin hve lítið aðhald fjölmiðlamenn veita stjórnvöldum. Máttleysið er algjört því miður, Ríkisstjórnin sem situr logar í illdeilum um fjölmörg mál en með þögn sinni nær hún að hanga starfhæf á nafninu einu. Eitt verður maður þó að taka fram, þ.e. framganga Ögmundar í flugvallarmálinu, þar sýnir hann staðfestu og segir það sem aðrir pólitíkusar forðast margir að nefna og það er að flugvöllur allra landsmanna verður kyrr! Eitthvað sem hlýtur að hrista upp í samstarfsflokksfólki hans hryllir sumu við! En þarna er þó Ögmundur samkvæmur sjálfum sér sem er gott mál á sinn hátt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sem betur fer þá eru nokkrir VG menn samkvæmir sjálfum sér, en þeir eru allt of fáir, og undarlegt hvað flokksræðið getur degið fólk út í mikil svik við þjóðina!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.7.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband