GOLF!

Það var gaman að heyra að Íslendingurinn Birgir Leifur skyldi ná inn á Evrópsku golfmótaröðina í dag.  Það er ekki oft sem maður heyrir um góðan árangur íslendinga í íþróttum á erlendri grundu.  Þetta þýðir nátturulega að við fáum meira að heyra af golfi næsta árið, ekki það að ég sé áhugamaður um golf eða eitthvað slíkt (nánast aldrei slegið högg með kylfu, þ.e. golfkylfu).  En það er svolítið sérstakt með þetta ákv. afrek, það að maður gat séð að þarna væri atvinnumaður á ferð, það sást vel þegar tekið var viðtal við hann í sjónvarpi, maður gat séð að þar á ferð væri mjög yfirvegaður einstaklingur sem léti ekkert trufla sig í að ná markmiði sínu.  Það er ekki oft sem maður sér slíkar persónur í íþróttum frá þessu landi okkar.  Þessi einstaklingur hélt haus við að ná sínum árangri, sem er ekki sést nóg af hér á landi í íþróttum almennt.  Allt of oft höfum átt einstaklinga í íþróttum (einstaklings sem og hópíþróttum) sem hafa gugnað á lokasprettinum og "sprungið" með einum eða öðrum hætti.  Meiðsl, þrek, vanmat, ofmat o.s.frv. hafa verið okkar "mottó" í gegnum tíðina, þekkjum það með t.d. frjálsar íþróttir, landsliðið í fótbolta, sundið, skíðin og fl.  En þetta hlýtur að verða til þess að lyfta okkur aftur eitthvað upp og ætti að stytta  i skammdegisþunglyndinu hjá sumum.  Með von um betri tíð í íþróttum, þá óska ég þessum golfara til hamingju með að halda uppi heiðri þjóðarinnar í íþróttinni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband