Já, hvað myndi Jón Sig. segja!?!

Ræða Geirs Haarde, var sumpart athyglisverð, en þó líka nokkuð hefðbundin þjóðhátíðarræða að venju.  Athygli vakti þó að hann minntist á orð forseta alþingis í Jónshúsi í köben, þar sem hann hélt ræðu fyrir nokkru, er hann spurði hver myndi vera afstaða Jóns Sigurðssonar til aðildar að Evrópusambandinu.  Ekki fást svör við því frá Jóni á næstunni eins og gefur að skilja!  En líklega er nú gefið í skyn að svarið lyggi í loftinu.  Og nokkuð ljóst að ekki væru menn að berjast fyrir frelsi þjóðarinnar með ráð og dáð til þess eins að gangast síðan undir hæl annarra þjóða í Evrópu með framsali á áunnum réttindum okkar í gegnum tíðina!  Við minnumst þess í dag að við erum bara búin að vera frjáls þjóð í rúm 60. ár. Og frelsisbaráttan er enn í gangi, það er auðvelt að glata lýðræðinu á altari Evrópusambandsins.  Við höfum séð lýðræði komast á víða í heiminum, en einnig tapast hjá mörgum í gegnum tíðina.  Sagan er full af þessum atburðum.  Stöndum því vörð um okkar lýðræði áfram sem endranær.  Gleðilega Þjóðhátíð.
mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heir heir! 100% sammála! Takk fyrir þessi góðu skrif og gleðilega þjóðhátíð sjálfstæðrar duglegrar þjóðar sem í rauninni hefur það mjög gott þrátt fyrir tímabundinn mótbyr. Jón Sig mundi líklega segja: "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" og forða okkur frá óráðsíu Evrópusambands og kjötinnflutningi.

anna (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband