Sjálfstæðismenn leggja sínar tillögur fram!

   Samkvæmt þessari frétt virðast Sjálfstæðismenn tilbúnir með sínar tillögur í Efnahagsmálum, og forvitnilegt að fylgjast með á næstu dögum hvernig menn bregðast við.  Þetta virðast raunhæfar tillögur við fyrstu sýn og vonandi að menn líti á þær almennt með jákvæðum augum.  Ljóst er að Sjálfstæðismenn ætla ekki að liggja á liði sínu við að færa fram hugm. um endurreisn bankakerfisins og efnhag þjóðarinnar í heild!  Vonum svo að Alþingi geti nú komið sér saman um að vinna þessi mál áfram í sátt, því þau eru brýn og nú liggur á að allir leggist á eitt við að koma málum í réttan farveg.
mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þrátt fyrir að vera svarinn andstæðingur Sjálfstæðisflokksins fagna ég þessu skrefi þeirra til samvinnu um raunhæfar lausnir. Engar svona tillögur má afgreiða með pólitísku fálæti og við fyrstu sýn virðist mér að þarna sé margt sem verðskuldi vel yfirvegaða skoðun.

Vandinn er mikill og Alþingi ber að vinna saman án flokksþröskulda að þeim brýnu verkefnum sem kjósendur hafa falið þeim að leysa.

Árni Gunnarsson, 9.6.2009 kl. 00:06

2 identicon

Ég velti fyrir mér af hverju Sjálfstæðismenn voru ekki búnir að koma með tillögur fyrr? Þeir hafa stjórnað landinu síðustu 18 ár. Það er rosa þægilegt að verða aktífir og vakna upp þegar þeir þurfa ekki að bera neina ábyrð á stjórn landsins.

Gott að þeir eru raknaðir úr rotinu. Vona að þessar tillögur verði skoðaðar því í fljótu bragði virðast þær vera allar athygli verðar. Alþingi verður að hætta flokkadráttum og vinna saman að úrlausn mála. Annars mun illa fara fyrir þessari þjóð okkar.

Ína (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er gott mál að Sjálfstæðisflokkurinn skuli koma fram með tillögur í efnahagsmálum.  Venjulega hefur stjórnarandstaðan alltaf beðið eftir ríkisstjórninni og þeirra úrræðum og velt þar með allri ábyrgðinni yfir á ríkisstjórnarflokkana, en ábyrg stjórnarandstaða vinnur heimavinnu sína og kemur með tillögur er gæti verið grundvöllur lausna.  Vonandi tekst stjórn og stjórnarandstöðu að sameinast að heillvænlegri lausn fyrir land og lýð.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.6.2009 kl. 00:19

4 identicon

Skiptir engu máli hvada tillögur spillingarflokkurinn kemur med.  KVÓTAKERFID VERDUR AD AFNEMA TIL THESS AD EITTHVAD JÁKVAETT GERIST.   Spillingarflokkurinn VILL ALLS EKKI HRÓFLA VID THVÍ SPILLTA GLAEPAKERFI.

EKKERT JÁKVAETT GETUR KOMID FRÁ THESSUM VARDHUNDUM AUDS, SPILLINGAR OG VALDA.

EKKERT.

dROFF (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 01:02

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það eru þarna ljósir punktar sem aðrir en sjálfstæðismenn mættu gjarnan hrinda í framkvæmd.

Rúnar Þór Þórarinsson, 9.6.2009 kl. 04:19

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Rosalega eru þau skötuhjú ótrúverðug.  Bablandi um hluti sem þau hafa ekki hundsvit á.   Eftir svona 2 ár þá verður það sett sem skilyrði að fólk verði að vera siðblindir þjófar til þess að fá inngöngu í spillingarflokkinn.  Bjarni Ben(N1) og Árni Johnsen eru augljósustu dæmin, en þau eru miklu fleiri.

Guðmundur Pétursson, 9.6.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband