Ótrúlegt! ef rétt reynist.

   Það er ótrúlegt ef þjóðin á að taka á sig auknar byrðar í þessu máli!  Og ef semja á um að niðurstaða dómstóla eigi ekki að hafa neina þýðingu í málinu, það eigi bara semja upp á "nýtt".  Borgarar þessa lands sem ekki höfðu neina aðkomu að þessu fjármálahruni sem varð eiga að rétta Bretum og Hollendingum hjálparhönd, og verða við þeirri "fjárkúgun" sem þeir fara fram með gegn landsmönnum.  Ef þetta verður niðurstaðan, þá hljóta landsmenn að hugsa sinn gang með hverja þeir eru að styðja til valda í þessu landi.  Við bíðum og sjáum hverjir muni styðja þessar "stríðsskaðabætur" Breta og Hollendinga.
mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Mér sýnist þjóðin taka á sig færri byrðar. Afborganir verða háðar hagvexti, allir fyrirvarar nema einn voru samþykktir. Svo játa ég fúslega að hafa tekið óbeint þátt í hruninu, rétt eins og mig grunar að flestir aðrir hafi gert: vörur voru ódýrar, störf voru auðfáanleg, efnahagurinn blómstraði á Íslandi í nánast áratug fyrir hrunið, ég held að enginn hafi komist hjá því að taka þátt í uppsveiflunni. En auðvitað firrum við okkur öll ábyrgð þegar kemur að fallinu. Við vorum kannski óafvitandi þátttakendur, en þátttakendur engu að síður.

Benjamín Plaggenborg, 18.10.2009 kl. 11:25

2 identicon

Það að búa í heimalandi sínu er ekki þátttaka. Við græddum jú vissulega á hagsældinni, en það voru ekki venjulegir borgarar sem sóttust eftir þessari svindlmillu útrásarvíkinganna.

Það að afborganir séu háðar hagvexti segir mjög lítið, 6% man ég sjálfur að Steingrímur sagði að væri mjög sársaukafullt að borga, en fyrst það væri bara í 15 ár, þá þyrftum við bara að harka það af okkur. Nú spyr ég, hvað ef við náum ekki að rétta úr efnahaginum og borga þessa skuld upp í topp? Hvað ef þessir 6% eru komnir til að vera og skuldin hækkar bara? Ekkert vandamál, þetta er bara sársaukafullt, en who cares, Samfó verður á þeim tíma komin inn í ESB.

Gunnar T. (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Það er alveg rétt að við tókum ekki þátt í svikamillum af vilja. En hvað varðar hagvöxtinn, það væri gaman að athuga hvað þessi 6% þýða í raun og veru. Sjáum nú til. Samvkæmt Hagstofu hefur vöxtur vergrar þjóðarframleiðslu milli 2005 og 2008 verið um 133-175 milljarðar árlega. Það eru um fjórtán prósent árlega. Jafnvel að því gefnu að hagvöxtur verði aftur það gríðarlegur árið 2024 þýðir það að 6% hans verða um níu milljarðar árlega. Það er óþægur ljár í þúfu, vissulega, en miðað við að þjóðkirkjan tekur um fjóra milljarða árlega úr kassanum, og að tekist hafi að lækka útgjöld ríkisins um 20 milljarða þetta árið, þá sýnist mér þetta hvorki ómögulegt né skelfilegt.

Benjamín Plaggenborg, 18.10.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband