Boltinn er hjá Ríkisstjórn, en hvar er Ríkisstjórnin?

   Nú þegar allar líkur er á að kjarasamningum verði sagt upp, þá leggur Ríkisstjórnin á flótta.  Ríkisstjórn Íslands er nefnilega farin á Norðulandaþing, þar sem hún talar helst um ICESAVE og IMF.  Á meðan sitja leiðtogar SA og ASÍ og funda um hvernig hægt sé að "bjarga" kjarasamningum verkafólks í þessu landi, enda málin í algjöru uppnámi.  En það virðist vera svo að Jóhanna Sigurðar og Steingrímur J. telji Norðurlandaþing mikilvægari á þessum örlagatímum!  Þetta sýnir náttúrulega í raun hve langt þessir gömlu pólitíkusar hafa fjarlægst alþýðuna í landinu.  Þetta sýnir líka hvernig manneskjurnar breytast við langa setu á Alþingi Íslendinga.  Merkilegt í ljósi þess að þetta eru flokkar sem kenna sig við jafnræði og jafnrétti, en bera í raun ekki meira skynbragð til þess að huga að velferð verkafólks í þessu landi meira en svo að láta sig hverfa á Norðurlandaþing til að sýna að hér sé allt í góðu lagi heima fyrir!  Á meðan blæðir verkafólki út hægt og rólega!!

ps: Hvar er Norðulandaþingið haldið annars?!?  Það virðist ekkert vera hægt að finna um þetta á netinu, hvar fundurinn sé?? Greinilega ekkert merkilegt til að segja frá á þeim bæ!!


mbl.is Það er þungt yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þinghúsinu í Stokkhólmi 27-29 okt 2009. Ætlar þú ekki að drífa þig?? Allt hlýtur að vera betra en að ausa úr sér ruglinu á blogginu.

XX1 (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er rangt hjá þér Ívar.

  • Boltinn er hjá þessum aðilum vinnumarkaðaðarsins. 
  • Samningsrétturinn er hjá Verkalýðsfélögunum og hjá samtökum atvinnurekenda.
  • Hinn frjálsi samningsréttur.

Við búum ekki í einræðisríki, sem betur fer. 

Þetta er ekki málefni ríkisstjórnarinnar

 

Kristbjörn Árnason, 27.10.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband