Aftur til fortíðar.

   Flokksráðsfundur VG hefur ályktað að horfa aftur til fortíðar en ekki fram á veginn.  Þau vilja að ´"blessað" Ríkið hafi meira að gera með líf fólks en það nú þegar gerir!  Ályktað er um fjölmiðla, mikil fjölgun hefur orðið í þeirri stétt á síðustu árum og ekki skrýtið að bakslag verði á tímum sem þessum, það er reyndar raunin um allan heim, ekki bara hér á litla Íslandi.  Það sama á við um aðra geira efnahagslífsins, boginn hefur verið stíft spenntur, og menn hafa þurft að taka á sig kjaraskerðingar og fl.  En þegar horft er til baka síðustu áratugina tvo til dæmis þá sést að hagþróun á þessum tíma hefur nú verið bara nokkuð góð á heildina litið!  Vandinn við ályktanir VG. eru þær að það vantar lausnir, þær sjást ekki í þessum ályktunum, eingöngu les maður bara út úr þessu öllu eintóm "Neyðarköll" til einhverra æðri máttarvalda (stjórnvalda).  Ályktanirnar eru allar í þá átt að það eigi að "draga sig inn í skelina" og bíða þar til ástandið batnar (einhverntíman seinna).  Og svo er það ESB ályktunin, hún bara stenst ekki því að VG er nú þegar búið að selja sig í hendurnar á Samfylkingunni og samþykkja viðræður og í staðinn fékk VG. nokkra óvinsæla Ráðherrastóla!
mbl.is Þungar áhyggjur af fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú ætti steingrímur og co. að útskýra hvers vegna þau börðust svona mikið gegn fjölmiðlalögunum á sínum tíma?

 Rosalega er þetta ruglað lið? Það snýst í hringi.

joi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 18:08

2 identicon

Vindhanar Grænir snúsat og snúast. og ná ekki áttum.

axel (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband