Borgarstjórnarfundur.

Nú stendur yfir borgarstjórnarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar þetta er skrifað. Athyglisvert er hve lítið er fjallað um þennan fund á netsíðum blaðanna þ.e. mbl eða vísi t.d.  Hinn nýi meirihluti sem nú er tekinn við er ekkert enn á því að setja fram stefnuskrá sína eða málefnasamning fyrir næstu misseri.  Lítið er fjallað um fjárhagsáætlunina á þessum fundi, þótt seinni umræða eigi að vera til umræðu samkv. dagskrá fundar.  Þó reyna sjálfstæðismenn með veikum hætti að koma umræðu um þessi mál á dagskrá!.  Það eina sem rætt er um er hvernig megi ráðstafa peningum borgarinnar í ný verkefni á næstu misserum eins og t.d. nýtt embætti umboðsmanns borgarinnar (einhverskonar leiðsögumann fyrir hinn almenna borgara).  Nú dugar því ekki lengur hið hjálpsama símaver borgarinnar, heldur er nýju embætti bætt í báknið!.  Svo er það stóra málið, SKATTURINN, hann verður ekki lækkaður á fasteignaeigendur næstu misserin, sjálfstæðismenn höfðu stefnt á lækkun hans. Hinn nýji ósamstæði meirihluti ætlar að halda áfram að þenja út BÁKNIÐ í kerfinu, með tilheyrandi kostnaði og svo ætla menn að grenja út úr ríkinu meiri hlutdeild í skattinum vegna þess að hinni "velstæðu borg" hefur tekist að spila út sínum bestu spilum í tóma óráðsíu síðasta áratug.  Og það á mesta uppgangstíma landsmanna fyrr og siðar.  Ríkinu hefur tekist að hagræða síðasta áratuginn en ekki BORGINNI!!  Það er skiljanlegt að sum lítil sveitarfélög þurfi á hjálp að halda, en það að BORGIN þurfi að skríða til Ríkisins og biðja um ölmusu er "skandall".  Þetta lýsir einfaldlega hvernig hinn nýji R-listi ætlar að starfa: jú, með sama hætti og áður.  Borgarbúar fá að blæða út áfram,  hægt og rólega.  Enn og aftur verður maður að undrast hve lítinn áhuga fjölmiðlar hafa á málefnum borgarinnar og hafa lítinn áhuga á þeim "litlu" umræðum sem eiga sér stað um þá milljarða sem flæða út úr sjóðum borgarinnar.  Þetta eru peningar okkar allra borgarbúa en ekki bara borgarfulltrúa Reykjavíkur.  Það þarf á vökulum augum fjölmiðlamanna að halda til að ekki fari illa í borginni á næstu misserum og ný hneyksli á við "rækjueldi, línu-net" eða sitthvað annað eigi sér stað enn og aftur.  Nú reynir á borgina, þegar harðnar á dalnum í peningamálum landsmanna.  Nú þýðir ekki að "fela sig" á bak við uppsveiflur í gengi krónunnar eða hækkun verðbréfa og fl. Sá tími er líðin að sinni!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband