Allir vilja afslátt.

   Einar K. segir að gengi krónunnar sé ástæða fyrir að skuldir sjávarútvegs séu háar, þetta batni þegar gengið styrkist.  Eitthvað minnir mig nú á að þegar gengið var mjög sterkt, þá hafi sjávarútvegurinn kvartað mikið yfir of sterkri krónu, en þannig er nú það bara, menn kvarta oftast sama hvernig árferðið er.  Nú er verið að reyna að semja um afslátt fyrir sjávarútveginn hjá bönkunum, sem er alveg skiljanlegt út af fyrir sig.  En jafnræði þarf að ríkja og ef sjávarútvegurinn fær afslátt, þá þarf líka að bjóða almenningi þann afslátt með svipuðu móti. Lán hafa hækkað almennt og á þá ekki að gefa almenningi afslátt af þeim lánum sem þar hafa myndast?
mbl.is Skuldastaðan mun batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lítil dæmisaga sem sýnir hvernig blekkingin vinnur og fjölmiðlarnir dreifa svo bulliu eins og þessi frétt er þar sem sjávarútvegsráðherrann leikur aðalhlutverkið.

Útgerð seldi fisk á 100 dollara(6500íslenskar krónur) sem dæmi 1. janúar 2008 og á sama tíma skuldar útgerðin vegna kvótabrasksins í erlendum lánum hjá íslenskum banka vegna kaupa á þessum veiðiheimildium til að geta selt fiskinn á þessu verði fyrir sem dæmi 500 dollara(32.500 íslenskar krónur). Gengið á íslensku krónunni var á sama tíma 65 íslenskar krónur fyrir einn dollar.

Útgerð seldi fisk á 100 dollara(13000 íslenskar krónur)sem dæmi 1.janúar 2009 og á sama tíma skuldar útgerðin vegna kvótabraksins í erlendum lánum hjá íslenskum banka vegna kaupa á þessum veiðiheimildum til að geta selt fiskinn á þessu verði fyrir sem dæmi 500dollara(65.000 íslenskar krónur)Gengið á íslensku krónunni var á sama tíma 130 krónur íslenskar fyrir einn dollar.

Þessa dæmisaga sýnir okkur hvað útgerðin er í alvarlegri stöðu vegna kvótabrasksins (er gjaldþrota) sem er ekki vegna hversu gengið er lágt á íslensku krónunni í dag. Sjávarútvegsráðherra verður að fara aðra leið til að koma í veg fyrir að sannleikurinn komist upp á yfirborðið þessi frétt var eins og það sé verið að halda því fram að fólk sé fífl hér á landi.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband