Hver er maðurinn?

   Nú spyrja margir sem lesa þessa frétt: Hver er maðurinn?  Þessi maður fór bara alveg framhjá manni í hinni pólitísku umræðu síðustu misserin!  Nú birtist hann allt í einu eins og "týndi sonurinn" hjá Samfylkingunni og er dúkkaður upp sem Forseti Alþingis!!  Greinilegt að það á að ýta honum fram í sviðsljósið, annað dugar ekki þar sem hann sjálfur lítið viljað láta á sér bera síðan hann komst á þing.  Nú verður hann í "mynd" alla daga meðan þingið situr og ekki efast maður um að hann mun láta til sín taka í málum af ýmsu tagi!  Það er nú reyndar svo að embætti Þingforseta hefur yfirleitt verið falið mönnum sem er á leiðinni að hætta á þingi og yfirleitt þeim elstu sem þar starfa og því veltir maður fyrir sér afhverju Samfylking valdi ekki Ellert B. schram í embættið?
mbl.is Guðbjartur verður forseti Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það er kannski til að vega upp á móti því að þrír af fjórum ráðherrum Samfylkingar koma úr Reykjavík.  Einungis Kristján Möller kemur úr Norðausturkjördæmi.  Guðbjartur er annar þingmaður Norðvesturkjördæmis á eftir Sturlu Böðvarssyni fráfarandi forseta Alþingis.  Hann var skólastjóri Grundaskóla á Akranesi áður en hann settist á þing vorið 2007.

Sigríður Jósefsdóttir, 2.2.2009 kl. 00:44

2 identicon

Guðbjartur Hannesson
      F. á Akranesi 3. júní 1950. For.: Hannes Þjóðbjörnsson (f. 20. jan. 1905, d. 2. okt. 1984) verkamaður og k. h. Ólafía Rannveig Jóhannesdóttir (f. 30. maí 1910, d. 30. jan. 2007). K. Sigrún Ásmundsdóttir (f. 17. des. 1951) yfiriðjuþjálfi. For.: Ásmundur Jónatan Ásmundsson og k. h. Hanna Helgadóttir. Dætur: Birna (1978), Hanna María (1988).
      Kennarapróf KÍ 1971. Tómstundakennarapróf frá Seminariet for Fritidspædagoger, Vanløse, Danmörku 1978. Framhaldsnám í skólastjórn KHÍ 1992-1995. Meistarapróf frá kennaraskóla Lundúnaháskóla (Institute of Education, University of London) 2005.
      Vann á sumrum samhliða námi í Búrfellsvirkjun og Sementsverksmiðju Akraness. Kennari við Grunnskóla Akraness 1971-1973. Erindreki Bandalags íslenskra skáta 1973-1975. Kennari við Peder Lykke Skolen á Amager í Kaupmannahöfn 1978-1979. Kennari við Grunnskóla Akraness 1979-1981. Skólastjóri Grundaskóla Akranesi 1981-2007. Í bæjarstjórn Akraness 1986-1998. Í bæjarráði 1986-1998, formaður þess 1986-1989 og 1995-1997. Forseti bæjarstjórnar 1988-1989, 1994-1995 og 1997-1998.
Í ýmsum framkvæmdanefndum um byggingu Grundaskóla og leikskólans Garðasels 1981-2001. Í æskulýðsnefnd Akranesbæjar 1982-1986. Fulltrúi skólastjóra í skólanefnd Akranesbæjar 1981-2007. Fulltrúi á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 1986-1994. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1986-1998. Í stjórn Rafveitu Akraness 1986-1990 og 1994-1995 og í stjórn Akranesveitu 1995-1998. Í stjórn Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar 1994-1998, formaður 1995-1998. Í samstarfsnefnd um svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar 1990-1996. Í starfshópi um vinnu við mótun markmiða og stefnu í málefnum leikskóla á Akranesi 1992-1994, í samstarfsnefnd um mótun tillagna um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja á Akranesi 1993-1994. Í stjórn útgerðarfélagsins Krossvíkur hf. 1994-1996. Í stjórn Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Akraness 1996-1998. Fulltrúi sveitarfélaga í SAMSTARF, samstarfsnefnd um framhaldsskóla, 1996-2001. Formaður Akraneslistans 1998–2000. Formaður skipulagsnefndar Akranesbæjar 1998-2002. Í bankaráði Landsbanka Íslands 1998-2003 og bankaráði Heritable-bankans í London (eign Landsbankans síðan 2000) 2002-2003.

Hilmar Bragi (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:50

3 identicon

Hann er "gamli" skólastjórinn minn af Akranesi, þó svo ég sé ekki sammála pólitískum skoðunum hans, er hann einn mesti öðlingur sem ég hef hitt, frábær maður og í raun grátlegt að hann sé ekki með "réttar" skoðaninr í pólitíkinni.

Minnist þess alltaf þegar hann gekk um skólann á klossunum svo í söng, allir vissu hver var þarna á ferð og eins gott að vera til friðar. þó svo hann hafi verið frekar strangur fyrstu árin þá lærði maður fljótt að meta hann og ég held að þeir séu fáir nemendurnir sem hann þekkir ekki í dag, hann heilsar mér alltaf ennþá með nafni, 17 árum eftir að ég útskrifaðist úr Grundaskóla og 11 árum eftir að ég flutti frá Akranesi.

Þessar upptalning hjá Hilmari Braga segir lítið um mannin sjálfan,vona að ég hafi náð að koma einhverju meira áleiðis...

Doddi (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 01:12

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flott að fá gamlan skólastjóra til að hrista upp í pörupiltum og öðrum óþekktaröngum á hinu háa Alþingi!

Guðmundur Ásgeirsson, 2.2.2009 kl. 01:27

5 Smámynd: Rúnar Már Magnússon

Ég tek undir með síðasta ræðumanni að því leiti að þetta er einn mesti öðlingur sem ég veit um og einnig minn fyrrverandi skólastjóri.

Hinsvegar þar sem síðasti ræðumaður fer út af sporinum er að þessi snillingur er einmitt með "réttar" skoðanir á pólitíkinni :-)

Ég óska honum til hamingju með starfið og velfarnaðar í því.

Rúnar Már Magnússon, 2.2.2009 kl. 08:14

6 identicon

Þessi "öðlingur" var m.a. kosinn á þing af Vestlendingum vegna þess hversu mikið hann brann fyrir gjaldfrjálsum hvalfjarðargöngum. Svo komst hann á þing, og viti menn, ekki bofs um þau mál.

Ekki skrítið að fólk viti ekki mikið um hann. Hann hefur látið lítið fara fyrir sér. sé líka að hann var í bankaráði Landsbankans...Eru það mennirnir sem við viljum til verka?

Daníel (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 08:35

7 identicon

Guðbjartur er maður nýrra tíma. Topp þingmaður sem er ekki blaðrandi í ræðustól um ekki neitt eins og margir aðrir. Maður sem vinnur sín verk fyrir almenning í landinu. Formaður félags- og trygginganefndar og hefur sinnt sínum kjósendum. Guðbjartur á langan feril í pólitík sem bæjarfulltrúi á Akranesi, forseti bæjarstjórnar, stjórn sambands sveitarfélaga o.s.frv. Ekki skemmir fyrir að hann var framkvæmdastjóri Íslenskra skáta og hefur unnið mikið fyrir íþróttahreyfinguna. ÍA maður í gegnum þykkt og þunnt.

Þú ættir að kynna þér þennan mann betur. Hér er leiðtogaefni á ferð.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband