Kreppuáróður.

  Hvílíkt ástand sem er að verða hér á landi, nú á að hafa vit fyrir fólki hvað drykkjuvenjur varðar.  Þessi fréttaskýring sem einhliða fjallar um rökin fyrir þessum skatti er bersýnilega til þess gerð að réttlæta nýja skatta á almenning og vísun á aukin útgjöld heimila í landinu í formi hærra verðs og hærri verðbólgu með hækkun á neysluvísitölunni sem dæmi.  Athyglisvert  að í fréttaskýringu er enginn áhugi á að ræða við talsmenn framleiðenda þessara vara eða annarra sem starfa við framleiðslu eða sölu á þessum vörum, það er nú nefnilega svo að ýmsar aðrar vörur valda heilsubresti hjá fólki eins og til að mynda feitar kjötvörur og svo dettur mér nú eitt í hug, hvort ekki eigi að skattleggja ódýran skófatnað , því sumt fólk á það til að kaupa "ódýra" skó frekar en dýra og þar með oftast skó í lélegri gæðum sem  oft á tíðum veldur því að með tímanum fær fólk ýmsa kvilla í bakið og lappirnar vegna þess sem skófræðingar segja að sé vegna lélegs skófatnaðs!  Þetta væri náttúrulega eitthvað fyrir þessa stjórn landsins að athuga.  Dýrir vandaðir skór eru oftast hollari fyrir einstaklinga og sparar heilbrigðiskerfinu helling af pening.  Svona mætti lengi telja áfram og lengi finna fleiri rök fyrir auknar álögum á hinar ýmsu neysluvörur landans.  Íslensk alþýða getur lengi á sig þyrnum bætt!
mbl.is Hitaeiningasnautt gos sykurskattlagt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband