Færsluflokkur: Bloggar

Umhugsunarefni fyrir Ríkið, hvernig það semur um sín viðskipti .

    Í landinu er samkeppni milli félaganna í fluginu, en Ríkið hefur samið við Icelandair um sín viðskipti og veitt því þannig forystu til að halda í markaðshlutdeild sem er með því mesta sem þekkist. Mörg önnur félög fljúga héðan frá landinu,  og þannig hefur fólk, eðliga svo sem hjá þessu fyrirtæki tekist að halda uppi kröfum um kjör sem eru langt umfram kjör hjá hinum almúganum í landinu.  En nú hefur hver stéttin hjá sama fyrirtækinu stokkið á þennan baráttuvagn og nýtt sér til fullnustu verkfallsvopnið sterka, þ.e. að loka á samgöngur á mesta ferðamannatímanum og trufla þarmeð allan ferðamannabransann í landinu.  Það er ekki auðvelt fyrir almenning í landinu að stökkva til og hafa einhverja samúð með þessari ágætu stétt þegar almenningur þarf að sætta sig við ýmsa afarkosti í samningum hjá sér sjálfum  í almennum kjaraviðræðum.  Það er svo önnur umræða, þessi með verkalýðsbaráttuna almennt. 
mbl.is Langt umfram það sem aðrir fengu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðdráttarafl fyrir ferðamenn, en Borgin ráðalaus með umhirðuna !

   Ætti ekki að vera mikið mál að koma þessu í lag.  Spurning hvernig ný borgarstjórn tekur á svona "smámáli".  Eða ætlar þessi borgarstjórn að verða sömu umhverfissóðarnir og þeir í hinni síðustu, líklega má búast við slíku enda alltaf einfaldast að leysa öll vandamál með því að "loka" bara.  
mbl.is Borgin lét loka goshvernum Stróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt líkt með Bretlandi og Íslandi.

   Eitthvað sem við hér ættum að hafa einnig gætur á !  Sérstaklega er þetta með Hótel "æðið" svokallaða í Reykjavík áhugavert að fylgjast með á næstunni og sjá hvernig það þróast.  Allir eru úti á "akrinum" að reyna að hala inn sem mest á blessuðum ferðamanninum, fjárfestingafélög af ýmsum tegundum blómstra sem aldrei fyrr, sem fjárfesta í lóðareitum hér og þar ásamt því að kaupa upp íbúðir sem víðast hvar í Reykjavík (sérstaklega vesturhlutanum).  Og því athyglisvert að sjá hve lengi þetta ævintýri (sem er eitt af mörgum) sem menn hlaupa nú eftir, muni ganga á næstu misserum.  
mbl.is Hætta á fasteignabólu í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti viðburður í heimi og á að vera opið fyrir alla !

   Einfaldlega klúður hjá RÚV frá upphafi, hafa ekkert lært frá síðustu keppni fyrir fjórum árum.  Það kann að vera þröngt í búi þar eins og víða í þjóðfélaginu, en þetta er samt viðburður sem hefur verið frír fyrir almenning víða um heim og á að vera áfram, engar "markaðslausnir" hvað þetta varðar takk fyrir.
mbl.is Skjárinn sýndi ekki áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík áfram í spennitreyju næstu árin.

   Áfram þrengt að Borgarbúum með skattaálögum og háum gjöldum, ásamt þrengingu íbúðarbyggðar hér og þar.  Auðir blettir teknir eignarnámi og grænum svæðum fækkað áfram markvisst. Þrengt að "bifreiðinni" í borginni og "háloftasamgöngum" til og frá borginni og allt þetta og fleira gert með áframhaldandi "hlátrasköllum" úr Ráðhúsinu. 
mbl.is Gengið til kosninga í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykvíkingar vilja áfram greiða niður skatta fyrir nágrannasveitarfélögin !

    Athyglisvert, að skoða þetta nánar !  Í nágrannasveitarfélögunum eru aðrir flokkar við völd en þessir útgjaldaglöðu flokkar þ.e. Samfylking sérstaklega.  Íbúar þessara sveitarfélaga "glotta" án efa yfir þessari vitleysu sem í gangi er í Reykjavík, enda heyrir maður það nokkuð oft frá fólki utan Reykjavíkur.  Mikið af þessu fólki nýtir sér þjónustu og t.a.m starfar í Reykjavík en fer svo margt hvert heim, hvert í sitt sveitarfélag á kvöldin, hugsandi hversu gott það sé að vera laust við allt þetta skattheimturugl sem í gangi sé í höfuðborginni, ásamt öllu því ráðaleysi sem þar ríki í stjórnun meðal Borgarfulltrúanna, en í borginni eru það nefnilega aðrir en Borgarfulltrúar sem stjórna að mestu .
mbl.is Samfylking og BF með 53,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af upptalningunum að dæma þá verður ALLT áfengi bannað.

   Annars kemur þetta örugglega meira niður á innlendu framleiðslunni, enda þar þekktar tegundir sem hafa verið með svipaðar merkingar í mörgum styrkleikaflokkum.  En athyglisvert verður að fylgjast með framvindunni að öðru leyti.
mbl.is Auknar heimildir til að hafna áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir bera mikla ábyrgð við þróun mála hér á landi.

  Alveg deginum ljósara að stjórnir Lífeyrissjóðanna í landinu eru að fara offari í ákvörðunum sínum á mörgum sviðum.  Þetta sjá flugmenn.  Hvar eru sjóðfélagarnir, þeir (við) geta sjálfum sér um kennt hvernig komið er !  Mikil uppsveifla er því hjá ýmsum sem kunna að fara með þetta nýja launafrelsi sem lífeyrissjóðirnir bjóða upp á.  Skiptir máli að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma og eiga rétta kunningja jafnvel o.s.frv. Þetta þekkja Íslendingar vel.  Flugmenn geta nú þó vel við unað miðað við ýmsar aðrar stéttir þessa lands.


mbl.is Gífurleg launahækkun stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Standa vörð um fé almennings í þessu máli.

  Gott að vita að einhverjir séu þó að fylgjast með í þessu máli og láti ekki málið fara óhindrað í gegn án nokkurrar gagnrýni.  Enn og aftur eru menn að "narra" Ríkið til fjárfestinga við höfnina gömlu.  Fyrst Harpan og svo þetta.  Látum einkaaðilana sjá um að byggja upp þetta svæði hér eftir, almenningur þarf nóg að greiða samt næstu áratugina vegna þeirrar byggingar sem nú þegar er þar.
mbl.is Gagnrýna áform Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband