Færsluflokkur: Spaugilegt
26.10.2008 | 21:46
Bjóðum þá velkomna!
Sýnum þeim að við séum friðelskandi þjóð! Tökum á móti þeim með blómum og fáum Lúðrasveit verkalýðsins til að spila við móttökuna og sendum liðið í Bláa Lónið og fl. Fáum svo spaugstofumenn í gervi ráðherranna okkar til heilsa upp á þá, enda eru okkar ráðherrar nógu uppteknir í að leysa úr öðrum flækjum! Reynum að gera vistina þeirra hér sem minnistæðasta, svo þeir geti nú snúið heim að loknum æfingum með réttláta sýn af landi og þjóð! Bara muna að láta þá borga áður en þeir snúa til baka. Hvert PUND skiptir máli á þessum síðustu og verstu!!
Móðgun ef Bretarnir koma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 20:33
Alþjóðakrísan heldur áfram.
Hrun á Wall Street | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 10:50
Gósentíð framundan í ríkinu.
Sal á áfengi eykst! kemur ekki á óvart þegar kreppir að. Ætli það þurfi ekki að fjölga starfsmönnum í þeim geiranum, til að anna aukinni eftirspurn á næstunni?
Sala eykst á áfengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 17:17
Landkynningin heldur áfram!
Viðskipti milli landa verða tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2008 | 11:00
Lýsandi fyrir stöðuna á fasteignamarkaðinum!
Húsi sökkt í Tjörnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2007 | 02:19
Horft um öxl!
Það er vani um hver áramót að horfa til baka og gera upp árið með einhverjum hætti. Fjölmiðlar keppast um að velja þennan eða hinn "atburð ársins", hvað var best og verst o.s.frv.! Fortíðin er okkur einstaklega hugleikin. Ég verð þvi endilega að fá að taka þátt í þessum viðburði á þessum tímamótum sem áramótin eru og fá að segja frá þvi sem ég tel hafa verið viðburði ársins og fl. frá mínum bæjardyrum séð:
Menn ársins: Björn I. Hrafnsson og Alfreð Þorsteinsson fyrir að hafa unnið vel og hratt að því að slíta borgarstj.samstarfinu í sumar sem leið. Og tekist að vekja upp umræðuna um spillingu í borgarkerfinu hjá fjölmiðlum. En allt snerist þetta í höndum Björns sjálfs að sjálfsögðu og hefur hann nú minni völd fyrir vikið! En þetta mætti líka teljast til "klúður ársins".
Kona ársins: Svandís Svavarsdóttir: Sem tókst að nýta sér glæsilega ástandið við stjórnarskiptin í borginni og er orðin áhrifamesta konan í meirihlutanum í borginni og tókst að ýta Degi B. Eggertsyni út í horn og úr sviðsljósi fjölmiðlana að mestu leyti!. Hún kom upp nefnd þar sem átti að svipta hulunni af spillingunni í Rei málinu, en ekkert markvert hefur reyndar frést úr þeirri nefnd enn sem komið er, og má því segja að það séu "vonbrigði ársins".
Hundur ársins: Lúkas, sem bjargaði "gúrkutíðinni" hjá fjölmiðlunum tímabundið á árinu.
Bloggari ársins: Össur Skarphéðinsson, sem er duglegur að blogga á sömu tímum sólarhringsins og ég, (þótt ég bloggi ekki eins oft og hann, því mér er ekki eins mikið niðri fyrir með ýmiss mál og hann hefur á næturna).
Pólitíkus ársins: Björgvin G. Sigurðsson sem lofaði að taka kröftuglega á ýmsum málum, neytendum til hagsbóta sem fyrst, en nú er árið nánast liðið......við bíðum....og bíðum.....
Endurkoma ársins: Ólafur F. Magnússon sem kom eins og kallaður þegar nýr meirihluti tók við í borginni og setti stefnumál sín og frjálslyndra til hliðar (eða bara kastaði þeim fyrir borð!), svo hægt væri að mynda meirihluta í sátt að sinni.
Veikasti hlekkur ársins: Stjórnarandstaðan á þingi sem hafði ekkert betra fram að færa en málþóf um það hversu lengi málþóf mættu standa á alþingi okkar íslendinga og svo umræður um mál eins og hvers vegna bleikt mætti ekki vera blátt og blátt bleikt o.s.frv.
Viðskiptamaður ársins: Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir að vera kosinn viðskiptamaður ársins hjá Fréttablaðinu sem hann á!
Nú, svona mætti áfram lengi telja.
GLEÐILEGT ÁR.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 742
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar