Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Við upphaf kosningamánaðar.

   Nú er apríl genginn í garð og við lok hans verður gengið til kosninga og reikningsskil gerð á því sem efnt hefur verið af loforðum þeim sem fráfarandi Ríkisstjórn skilur við.  Mörg ný framboð líta dagsins ljós þessa dagana, svo mörg að hreinlega sætir undrun af.  En nú við upphaf kosningabaráttunar er nauðsyn að fólk kynni sér málin og skoði hvað henti því best með "heildarhagsmuni" sína eða fjölskyldunnar sinnar í huga.  Nokkuð ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið kemur nú fram með heildarstefnu sem ætti að henta öllum en ekki bara "sérhagsmunahópum " heldur aðgerðir sem gagnast öllum.  Þar eru greindar leiðir út frá því m.a. hvort fólk búi í eigin húsnæði eða hvort það leigi húsnæði eða fólk búi hjá öðrum.  Allar þessar leiðir eru kynntar með skilmerkilegum hætti inni á XD.is Vert er að skoða öll þessi mál vel, því mikilvægt er að fólk tali í takt en missi ekki sjónar á því hvert ferðinni er heitið þvi dýrkeypt getur orðið að fólk tali hvert í sína áttina og óreiðustjórnmálin fái að ráða ferðinni áfram næstu 4.árin. 

Hver á Bónus?

Það kemur allavega ekki fram á Heimasíðunni þeirra Bonus.is!! Þar er enn þess getið og látið í það skina að Feðgarnir Jóhannes og Jón eigi kompaníið. Skyldi almenningur vita hver eigi Bónus í dag, ég efa að svo sé. Það er skiljanlegt að menn sem reka búðir eins og "kostur" vilji ekki taka þátt í könnun sem er ekki að gefa rétta mynd af markaðnum í dag, enda er hann með mjög "skekkta mynd" og verður því að fara varlega í að álykta um hver sé raunverulega að bjóða best í dag. Stundum er það nefnilega skattborgarinn sjálfur sem fær að borga brúsann að lokum.
mbl.is Bónus oftast með lægsta verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðin liggur hjá Ríkisstjórninni.

Málinu var allt keyrt með hraði í gegn af frumkvæði Ríkisstjórnarinnar sem situr uppi með kostnaðinn af öllu klúðrinu eins og fyrr segir. Hálf spaugilegt ekki satt?!
mbl.is Ræddu hugmyndir um afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála um að vera ósammála áfram!

Greinilegt að Ríkisstjórnin hangir saman á því skondna samkomulagi milli flokka um að vera sammála um að hanga áfram á ósamkomulaginu! Nokkuð ljóst að Vinstri Grænir vilja ekki gangast við tillögum Samfylkingarinnar varðandi breytingar á Ráðuneytum. Aðgerðarleysi og ráðaleysi þessarar Ríkisstjórnar hefur greinilega kristallast vel á þessum fundi í kvöld. Ekkert nýtt að frétta frekar en fyrri daginn og þjóðin látin reka áfram undan vindi.
mbl.is Breytingar ræddar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarflokkana skorti áræði til ákvarðana.

      Ljóst er að stjórnarflokkarnir á þessum tíma voru alltof svifaseinir til ákvarðana á þessum tíma.  Það átti að gera mönnum strax ljóst að ábyrgðin væri innistæðueigendanna en ekki í íslenskir skattborgarar, eins og menn hafa nú loksins áttað sig á! 
mbl.is Vildu refsa Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kjölfar skýrslu um Bankahrun.

   Nú stendur yfir þegar þetta er skrifað í ljósvakamiðli landsmanna umræður um skýrslu vegna Bankahrunið.  Margt athyglisvert ber þar á góma og athyglisvert að allir bera af sér sakir en játa samt sekt á sama tíma, varðandi það að hafa verið viðriðnir ákveðna atburði sem mönnum í dag þykir hafa verið saknæmir eða siðlausir!  Ljóst er að menn fóru geist á þessum góðæristímum, og meira að segja fjölmiðlamenn sjálfir tóku þátt í á fullu, en ekki fer þó mikið fyrir þeirri umræðu í ljósvakamiðlum, skiljanlega.  Sjálfsgagnrýnin er látin liggja milli hluta, svona rétt á meðan hamrað er á stálinu.  Athygli vekur í öllu þessu sú umræða sem fram fór síðustu daga fyrir opinberun þessarar skýrslu, en það voru ummæli fjölmiðlamanna um að óeirðir gætu brotist út og fólk hlaupið út á götur með potta og pönnur að vopni og löggæslumenn myndu geta átt slæma daga framundan úti við Austurvöll.  Ekkert hefur þó borið á slíku, nema þó að nokkrir aðilar hafa komið þangað niðureftir til að leggja fram bíl og húslykla fyrir framan Alþingishúsið.  En þetta virðast veru einu mótmælin sem orðið hafa og Lögreglan getur því andað rólega í kvöld.  Þetta á sér þó skýringar sem liggja í augum uppi af þeim sem fylgst hafa með pólitík undanfarin misseri og skýringin: jú, Vinstri grænir sitja nú í Ríkisstjórn, svo einfalt er það og því er rólegt í bænum.  Vinstri grænir þekkja sitt fólk og hafa greinilega hemil á órólegu deildinni í þeim flokki!  Á meðan þeir sitja í Ríkisstjórn verður hinn þögli meirihluti að sætta sig við aðgerðarleysi í málum heimilanna og bíða þess sem verða vill, á meðan þjóðarskútan siglir hægt og bítandi áfram með gat á skrokknum og áhöfnin þarf að hafa sig alla við að halda sjó!  Auknar álögur á almenning og aðgerðarleysi í atvinnumálum ásamt áframhaldandi þennsla hjá Ríkinu (þar sem nú er orðið hvað vinsælast að starfa hjá), er aðal prinsip þessarar stjórnar.  Og athugið þetta: Fyrst voru það Bankarnir sem voru "étnir" innan frá, en nú er það Ríkið sjálft sem verður "étið" innanfrá með aðstoð spilltra stjórnmálamanna, þeirra sömu og predikað hafa hvað mest gegn spillingu á síðustu árum. 

Og hvað svo?

   Nú er skýrslan komin sem allir hafa beðið eftir.  En hvað svo?  Aðalhluti skýrslunnar lendir í geymslu til næstu áratuga og restin er það sem allir hafa vitað fyrir.  Við fyrstu sýn virðist þetta líta út sem úttekt fyrir Ríkið til að vinna úr.  Hugsanlega verður skýrslan til þess að menn þurfi að breyta einhverjum lögum í framhaldinu til að koma í veg fyrir álíka kreppu og þjóðin lenti í ásamt öðrum þjóðum þessa heims.  Búast má við að Saksóknaraembætti muni fá eitthvað til að moða úr út úr þessari skýrslu og framundan er hugsanlega mikil "vertíð" hjá lögfræðiskrifstofum  og fleirum í þeim geira, vonandi að allt þetta muni koma vel út að lokum fyrir borgara þessa lands, en við fylgjumst áfram með...
mbl.is Skýrslan kom þjóðinni á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brunaútsala?

   Nei, annars verða þetta án efa skemmtilegar viðræður sem munu eiga sér stað á næstu misserum, og spennandi fyrir marga að komast að því hvers virði þetta land er í augum annarra þjóða.  Hvert er raunvirði þessarar eyjar sem við búum á, það mun líklega koma þá í ljós þegar viðræðum líkur sem verður örugglega fyrr en seinna ef maður þekkir embættiskerfið rétt.
mbl.is Munu mæla með aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg lítil frétt!

   Athyglisvert að lítið sé fjallað um þetta nema með svona lítilli frétt, en líklega er fólk upptekið af öðrum spennandi stærri hamfara fréttum á borð við ICESAVE og önnur skuldamál sem almenningur berst við og því ekki mikill áhugi á svona litlum fréttum!!
mbl.is Skuldatryggingarálag lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband