Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Í kapphlaupi við tímann!

   Ríkisstjórnin og hennar fylgismenn eru nú í kapphlaupi við timann við að klára ICESAVE málið!  Þeim fjölgar hratt sem skrifa undir á kjósa.is og greinileg hræðsla komin í raðir stuðningsmanna stjórnarinnar í þessu máli.  Besta sýnilega dæmið er "tómur þingsalur stjórnarliða".  Ekki nokkur sála hefur verið í þingsal í kvöld af hálfu þeirra fyrir utan viðskiptaráðherra Árna Pál og Þingforseta sem hafa skipst á að sitja undir ræðum andstæðinga ICESAVE.  Athyglisvert samt að fylgjast með þessu á Alþingisrásinni!  Athyglisvert að ekki sjást nokkur svipbrigði af hálfu forsetanna í þessum umræðum sem sýnir að þeir eru sannarlega sannir embættismenn Ríkisstjórnarinnar í þessu máli.

Vonandi að Forseti Íslands verði ekki á sömu buxunum í ákvarðanatökum sínum eins og Forsetar Alþingis hafa verið, þar sem þeir hafa keyrt málið áfram af "gassagangi" í kvöld!!


mbl.is Um 25.000 á kjósum.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúðrið staðfest af Hæstarétti!

   Þá er komið á daginn að Stjórnlagaþingið var klúður frá upphafi til enda.  500. milljónir lenda á skattborgurum í þessu máli, Ríkistjórnin geisist áfram og flogið  "blindflug" undir leiðsögn Jóhönnu og Steingríms sem greinilega eru illa að sér hvað blindflugshæfileika varðar!  Leiðtogarnir hafa enga stjórn á þjóðarskútunni lengur, hver ákvörðunin er annarri vitlausari og lítt hugsaðar til enda.  Þetta sjáum við í því hvernig ICESAVE málið er meðhöndlað og svo þetta stjórnlagaþing sem nú hefur verið ógilt af Hæstarétti, nú verður treyst á að stjórnarandstaðan bjargi þessu máli eins og í ICESAVE málinu.  Jóhanna sagði: Þjóðin skal fá sitt stjórnlagaþing sem hún hafði krafist?!?   En er það svo?  Hver bað um þetta þing aðrir en álitsgjafar Ríkisstjórnarinnar og hörðustu stuðningsmenn hennar ásamt nokkrum mótmælendum sem mættu á sínum tíma á Austurvöll til að mótmæla ýmsu sem aflaga hafði farið hjá stjórnmálamönnum almennt séð á síðustu misserum,  að ógleymdri fréttastofu allra landsmanna á RÚV sem "hamraði" málið í gegn með Ríkisstjórninni.   Ekki var það þó almenningur sem heimtaði þetta þing, enda sýndi það sig í kosningaþáttökunni að almenningur var ekki áhugasamur um þetta mál, enda mörg önnur brýnni mál sem staðið hafa óafgreidd hjá hinni hæstvirtu Ríkisstjórn, t.a.m. atvinnumál og fl. sem lítill áhugi virðist vera fyrir þar sem fólk á þeim bæ telur að betri kostur sé að halda áfram aðlögun að ESB svo hægt sé að koma þjóðinni á "spenann" hjá Brusselbákninu sem fyrst!  Og talandi um það, þá virðast sumar stöður, eins og t.d. hjá EFTA bjóða upp á skattfríðindi sem menn líta nú til með allnokkri tillhlökkun, á meðan verið er að ræða að afnema sjómannaafslátt hér á landi t.d. sem er jú einnig óréttlátur aflsáttur, en samt sem áður viðgengst þessi aflsáttur líka hjá sumum opinberum embættismönnum.  Það sem þó skiptir máli þessu öllu er að fólk fari að forgangsraða málum í ljósi mikilvægi hverrs máls fyrir sig.  Eitt er víst:  Þessi stjórn sem nú situr er ekki fær um neitt af þessu þar sem hún getur ekki farið að lögum í mörgum af þessum málum sem hún fæst við þessi misserin.   En á meðan glæðurnar loga þá fær almenningur að blæða hægt og örugglega, vegna síendurtekna  mistaka hjá Ráherrum þessarar Ríkisstjórnar.

Ótrúlegt Klúður!!

Greinilegt er að þessar kosningar voru eintómt klúður og vitleysa frá byrjun! Menn gortuðu sig yfir því að hlutir myndu ganga vel talningu lyki í dag! En hugsið ykkur: Þáttakan var bara rúmlega 30%. en samt virðist sem það ætli að taka nokkra daga fram í vikuna að klára málið. Við megum því þakka fyrir að kjörsókn var ekki meiri því þá hefði talningin líklega tekið "nokkrar vikur" a.m.k. Burtséð frá því hversu tilgangslausar þessar kosningar voru yfir höfuð, þá eru þessir eftirmálar kosninganna enn meiri hneysa fyrir þá sem börðust fyrir þessari uppákomu. Vafaatkvæðin eru mörg og svo á eftir að stilla og breyta í takt við "kvótalögin". Þeir sem börðust hvað harðast fyrir þessum kosningum virðast nú flestir ekki vilja neitt af þeim vita, og ber þar hæst að nefna marga þingmenn sem snúast nú í kringum sjálfa sig með eftirrá skýringar um kosningarnar og vilja kenna ákveðnum andstöðu öflum í þjóðfélaginu um að hafa skemmt kosningarnar!! Menn ættu nú frekar að líta sér nær í þeim efnum...
mbl.is Talningu lýkur ekki í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert sem kemur á óvart en...

  Það er athyglisvert sem talsmaður laugarinnar segir og er alveg rétt!  Vínmenningin er sérstök hjá landanum en það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum.  Á góðviðrisdögum leitar fólk á staði þar sem fjörið er, og þá er sama í hvernig ástandi það er.  Þannig hefur það alltaf verið, nú sem áður fyrr og þannig verður það alltaf.  Í þessu sambandi er búið að skapa ákv. múgæsingarástand með mikilli umfjöllun um þessa næturopnun.  Vonandi gengur þetta betur þegar fram líða stundir, en sp. hvort laugarmenn hafi þolinmæðina í þeim efnum?
mbl.is Erfið nótt í Laugardalslaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kjölfar skýrslu um Bankahrun.

   Nú stendur yfir þegar þetta er skrifað í ljósvakamiðli landsmanna umræður um skýrslu vegna Bankahrunið.  Margt athyglisvert ber þar á góma og athyglisvert að allir bera af sér sakir en játa samt sekt á sama tíma, varðandi það að hafa verið viðriðnir ákveðna atburði sem mönnum í dag þykir hafa verið saknæmir eða siðlausir!  Ljóst er að menn fóru geist á þessum góðæristímum, og meira að segja fjölmiðlamenn sjálfir tóku þátt í á fullu, en ekki fer þó mikið fyrir þeirri umræðu í ljósvakamiðlum, skiljanlega.  Sjálfsgagnrýnin er látin liggja milli hluta, svona rétt á meðan hamrað er á stálinu.  Athygli vekur í öllu þessu sú umræða sem fram fór síðustu daga fyrir opinberun þessarar skýrslu, en það voru ummæli fjölmiðlamanna um að óeirðir gætu brotist út og fólk hlaupið út á götur með potta og pönnur að vopni og löggæslumenn myndu geta átt slæma daga framundan úti við Austurvöll.  Ekkert hefur þó borið á slíku, nema þó að nokkrir aðilar hafa komið þangað niðureftir til að leggja fram bíl og húslykla fyrir framan Alþingishúsið.  En þetta virðast veru einu mótmælin sem orðið hafa og Lögreglan getur því andað rólega í kvöld.  Þetta á sér þó skýringar sem liggja í augum uppi af þeim sem fylgst hafa með pólitík undanfarin misseri og skýringin: jú, Vinstri grænir sitja nú í Ríkisstjórn, svo einfalt er það og því er rólegt í bænum.  Vinstri grænir þekkja sitt fólk og hafa greinilega hemil á órólegu deildinni í þeim flokki!  Á meðan þeir sitja í Ríkisstjórn verður hinn þögli meirihluti að sætta sig við aðgerðarleysi í málum heimilanna og bíða þess sem verða vill, á meðan þjóðarskútan siglir hægt og bítandi áfram með gat á skrokknum og áhöfnin þarf að hafa sig alla við að halda sjó!  Auknar álögur á almenning og aðgerðarleysi í atvinnumálum ásamt áframhaldandi þennsla hjá Ríkinu (þar sem nú er orðið hvað vinsælast að starfa hjá), er aðal prinsip þessarar stjórnar.  Og athugið þetta: Fyrst voru það Bankarnir sem voru "étnir" innan frá, en nú er það Ríkið sjálft sem verður "étið" innanfrá með aðstoð spilltra stjórnmálamanna, þeirra sömu og predikað hafa hvað mest gegn spillingu á síðustu árum. 

Ummæli Leiðtoga Ríkisstjórnar hreinn brandari!

   Ljóst er að Ríkisstjórn á erfitt að sætta sig við þessi málalok.  Ríkisstjórn dró aldrei lögin til baka, en það gerði þjóðin í kvöld.  Þetta var ein besta kjörsókn sem mælst hefur í Evrópu á undanförnum árum í einstökum málum og sýnir að þjóðin er vel vakandi yfir málum sem þessum!  Sorglegt að sjá hvernig Steingrímur snýr út úr um þetta mál.   Ríkisstjórnin sem hélt sig heima í kosningunum hefur verið borin ofurliði af almenningi í þessu máli, sem sýndi mátt sinn og meginn og mætti til að kjósa gegn ríkjandi lögum um ICESAVE.  Með "lýðræðislegum" hætti sýndi þjóðin að hægt er að koma í veg fyrir skemmdarverk á við þau sem þessi Ríkisstjórn hefur ástundað í þessu máli.  Forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu í þessu máli.  Athyglisverð ummæli Steingríms varðandi starf sitt.  Hann spurði erlenda fréttamenn að því hvort þeir vissu um einhverja sem til væru í að taka við starfi sínu?  það er vitað mál að þeir hefðu getað svarað því svo til að fjöldi Hollendinga og Breta væru tilbúnir að taka við "djobbinu" af Steingrími sem greinilega er orðinn þreyttur á því, það eitt er víst!
mbl.is Jóhanna: Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtum lýðræðislegan rétt okkar og kjósum!

  það er skylda allra að mæta og kjósa, sama hvað menn ætla að gera í kjörklefa, um þrennt er að ræða já, NEI eða auður seðill.  Það virðist þó ljóst að sumir innan stjórnarinnar ætla að hunsa lýðræðið og mæta ekki!  Þetta sama fólk hefur barist fyrir auknu beinu lýðræði en vill svo ekki mæta þegar mál sem þeim þóknast ekki eru borin fyrir þjóðina, og telur svo atburð sem þennan "marklausan".  Við hin mætum þó og látum skoðun okkar í ljósi með réttum hætti í þessu mikilvæga máli.
mbl.is Atkvæði greidd um Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmar fréttir betri en engar fréttir.

   Í þessum "bransa" virðist sem að hverskyns fréttir héðan af skerinu séu betri en engar.  Þetta er svo sem ekkert nýtt, en auðvitað eigum við að nýta okkur allt umtal varðandi Ísland og nýta okkur það á jákvæðan hátt.  Þetta er eins og með allt "gossip" hvar sem er, alltaf er hægt að gera mat því sem öllu öðru. 
mbl.is Efnahagshrun eykur áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í anda Vinstri Grænna.

   Þetta kemur ekkert á óvart.  það eina sem Vinstri Grænum er kært er Fréttastofa Ríkisútvarpsins.   Það hefði svo sem vantað í ályktun þeirra VG. að fara fram á sölu þessa bákns að sjálfsögðu, þá næðist nú heldur betur fram  sparnaður!  En í því árferði sem er, þá er ekkert óeðlilegt að menn skrúfi niður laun yfirborgaðra sjónvarpsstjarna og annarra stjóra á stöðinni, ef þær eru til staðar þar.  Þessi stofnun hlýtur að verða að lúta sömu lögmálum og ríkja á hinum almenna vinnusmarkaði, annarstaðar hér á landi hvað varðar laun og kjör starfsmanna.  Auk þess að taka þyrfti á málum hvað varðar samkeppni í efnisvali miðilins gagnvart öðrum miðlum eins og t.d. 365. miðlum og Skjá einum t.a.m. en þar hallar heldur betur á gagnvart þeim síðarnefndu!
mbl.is RÚV harmar ályktun VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband