Færsluflokkur: Dægurmál

Ekkert sem kemur á óvart en...

  Það er athyglisvert sem talsmaður laugarinnar segir og er alveg rétt!  Vínmenningin er sérstök hjá landanum en það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum.  Á góðviðrisdögum leitar fólk á staði þar sem fjörið er, og þá er sama í hvernig ástandi það er.  Þannig hefur það alltaf verið, nú sem áður fyrr og þannig verður það alltaf.  Í þessu sambandi er búið að skapa ákv. múgæsingarástand með mikilli umfjöllun um þessa næturopnun.  Vonandi gengur þetta betur þegar fram líða stundir, en sp. hvort laugarmenn hafi þolinmæðina í þeim efnum?
mbl.is Erfið nótt í Laugardalslaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom frábærlega á óvart hve stór sigurinn var!

   Frábær leikur í kvöld og sýnir hvað landsliðið stendur vel á heimsvísu.  Eins og ég hef áður sagt er nú nauðsynlegt  fyrir alla að sýna sínar bestu hliðar í öllum keppnisgreinum eins og hægt er.  Okkur veitir ekki af góðum fréttum á þessum síðustu og varhugaverðustu tímum sem við lifum á!  Og segi ég ekki meir um það, nema þá að þetta verður hvatning fyrir liðið að reyna að komast alla leið.  Annars hefur mér fundist að öllum öðrum ólöstuðum Landsliðsmaðurinn Róbert bestur í þeim leikjum sem leiknir hafa verið, ótrúlegur baráttuvilji hjá þessum leikmanni, annars allt liðið í heild frábært líka!!


mbl.is Guðmundur: Danirnir hlupu á vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel að titlinum kominn.

   Maður verður að óska þessum manni til hamingju með titilinn, enda vel að honum kominn!  Nú er að vona að Landsliðið nái svo að berja á Evrópuþjóðunum á næstunni, enda veitir okkur ekki af góðum fréttum á þessum síðustu og verstu!
mbl.is Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir þessa aðila og alla fréttafíkla !

   Mjög mikilvægt fyrir þessa aðila að ná saman um fréttaþjónustu.  Fréttafíklar ættu að gleðjast og einnig gott að fá meiri samkeppni í bransann, þetta verða því fleiri "vinklar" sem fást á fréttir almennt, ekki veitir af á þessum síðustu og viðkvæmustu tímum sem við lifum á.

 


mbl.is Fréttir Morgunblaðsins á Kananum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott veður um helgina!

   Nú er um að gera að gleyma kreppuástandinu og skella sér í sólina á ylströndinni og njóta veðurblíðunnar á meðan færi gefst.  Látum ekki pólitík og skvaldur trufla okkur þessa helgina, verum á léttu nótunum og njótum sólarinnar og reynum að láta okkur dreyma um betri tíð með betri ríkisstjórn seinna meir...
mbl.is Veðurblíða um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spænskur titill til Barcelona í augsýn.

   Ljóst er að  fátt mun stöðva barcelona þetta árið.  Það var ljóst frá byrjun hverjir voru betri aðilinn í leiknum, maður sá strax þegar liðið kom inn á völlinn í hvað stefndi, þótt Madrid virtist ætla að láta til sín taka, þá  sá maður strax í hve miklu stuði Börsungar voru, nú bíður maður bara eftir að geta fagnað  með Börsungum.
mbl.is Barcelona gjörsigraði Real Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt klúður hjá embættismönnum og forsetaembættinu.

   Maður hélt að svona gæti ekki gerst hér á landi, en allt getur greinilega gerst á þessum síðustu og verstu tímum hér á landi.  Þetta minnir mann á einhverja atburði sem gætu hafa gerst í einhverju bananalýðveldi suður í höfum eða fyrir austan gamla járntjaldið en ekki hér uppi á Íslandi. En greinilegt að menn eru ekki störfum sínum vaxnir í þessum efnum lengur!!
mbl.is Svikin um Fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barcelona með góð tök á Chelsea.

  Þrátt fyrir að ekki hafi verið skorað í leiknum, þá er ljóst að Barcelona hafði mikla yfirburði í þessum leik.  Nú verða þeir að sýna hvað í þeim býr þegar til Englands kemur og að sjálfsögðu verða menn að skora þar, því mark á útivelli gildir jú tvöfalt eins og menn vita.  Við segjum þvi bara "viva barqa!
mbl.is Barcelona og Chelsea skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

góður leikur, þrátt fyrir tap!

Ísland getur verið nokkuð sátt við þetta miðað við gang leiksins, munaði þó litlu að við næðum jafntefli.  Liðið getur örugglega gert enn betur næst, þá sérstaklega á heimavelli, allavega gerum við kröfu um að það sýni sitt besta.
mbl.is Naumur sigur Skota á Hampden, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðjón á beinu brautinni!

Ekki að spyrja að þessum kraftmikla þjálfara, hann sýnir enn einu sinni leikni sína í þjálfunarmálum og heldur áfram að gera kraftaverk í "útrásinni" á Englandi.
mbl.is Góður sigur hjá Guðjóni og lærisveinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband