Færsluflokkur: Dægurmál

Vinstri grænir fara hamförum á Alþingi!

  Mikil læti hafa verið innan sem utan Alþingis við upphaf fyrsta þingfundar Alþingis.  Vinstri grænir hafa farið hamförum í fyrirspurnartíma þingsins. Erfitt að sjá hvort lætin hafa verið meiri í þeim eða mótmælendum fyrir utan húsið.  Athyglisvert að fylgjast með þessu ferli öllu í ljósvakamiðlinum góða.  Og svo koma framsóknarþingmenn og bæta um betur með "blótsyrðum" á Alþingi.  Greinilegt er að menn eru sárir yfir að komast ekki til áhrifa þegar byrinn er með þeim í könnunum, enda veit stjórnarandstaðan það að ef ekki næst sá árangur hjá þeim nú á næstunni að fella Ríkisstjórnina, þá er hætta á að allur vindur verði úr "blöðrunni" þegar almenningur sér að stjórnarandstaðan hefur lítið meira fram að færa en endalausa gagnrýni með tilheyrandi hávaða, fremur en "lausnir" á efnahagsvandanum.
mbl.is Piparúða beitt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að viðræður gangi hratt.

  Nú eru viðræður um kjarasamninga hafnar, mikilvægt að þær gangi hratt fyrir sig.  Velferðar og Skattamál verða án efa ofarlega á baugi í viðræðum.  Mikilvægt er að komi verði í veg fyrir skattahækkanir hjá Ríki og Sveit á næstunni þar sem slíkar hækkanir koma hart niður á Launþegum almennt, lán hækka vegna hækkunar vísitölu og verðbólga helst há hér á landi áfram.  Besta kjarabótin er án efa að koma í veg fyrir víxlverkanir á hækkunum hins opinbera og verðlags almennt.
mbl.is Viðræður hafnar um endurnýjun kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaugstofan.

  Endanlega hefur Spaugstofan misst trúverðugleika sinn.  Í þættinum er reynt að gera grín að Ríkisstjórninni  en allt sem þar kemur fram missir marks.  Ekkert samhengi í gríninu hjá höfundum þessa þátta.  Hraðsuðan er algjör, og þessi þáttur sem fyrr á árum átti að ná til fólks á öllum aldri er orðinn að einhverskonar "hatursþætti" þar sem á vissan hátt er lýst stuðningi við skemmdarverk og yfirgang í mótmælum lítils hóps fólks, s.b. þetta með "álsíldina".  Þar er lítið gert úr skemmdum og truflunum er urðu í þættinum Kryddsíld. Það er nú allt í lagi að gera grín að slíku, en það var þó alveg ljóst að þónokkrar skemmdir voru framdar þann dag við gerð þess þáttar! Þótt menn séu nú almennt ekkert hrifnir af þessum eigendum 365. miðla, þá er nú engin ástæða fyrir Spaugstofuna að taka afstöðu með "skemmdarverkum" eins og hún gerði "óbeint" í þættinum með því að "kasta" því fram að litlir og ómerkilegir hlutir hefðu eingöngu skemmst eins og kaplar og sérvéttur t.a.m.  Spaugstofan virðist meir og meir vera færast inn á það að vera lýsa skoðunum ákveðna manna er framleiða þessa "sketcha" svokallaða.  Áramótaskaupið  var t.a.m. alveg frábærlega vel heppnað.  Spaugstofan heldur í sínar vinsældir samkv. könnunum, kannski vegna þess að þeir eru á Laugardagskvöldum, þegar flestir horfa á!  Prófum að færa þáttinn yfir á Mánundagskvöld og skoðum hverjar vinsældirnar verða þá!

Sprengisandur.

  Í þættinum á Sprenigsandi á Bylgjunni voru þeir Sigurður Kári (S) og Ögmundur Jónasson (VG) í viðtali, þar deildu þeir hressilega um í hverju framtíð fólksins í landinu fælist.  Ögmundur taldi að best væri að koma á blönduðu hagkerfi hér þar sem mörg lítil fyrirtæki fengju að njóta sín, en ekki var það útskýrt nánar hvað átt væri við með þessu "blandaða hagkerfi", þó má ætla að stærri fyrirtækin yrðu líklega í Ríkiseigu eða á forræði hins opinbera, ekki ólíklegt miðað við að Ögmundur sjálfur er Formaður BSRB. Gallinn við þetta blandaða hagkerfi vinstri grænna er að það myndi aldrei ná að verða samkeppnishæft hagkerfi vegna smæðar sinnar.  Í samkeppnishæfu hagkerfi þá verður að leyfa því að þroskast og ná að stækka til að ná einhverri hagkvæmni, annnars verður þetta hagkerfi fljótt undir í alþjóðlegu samhengi, nema við höfum bara LOKAÐ hagkerfi fyrir okkur sjálf!  Annað var athyglisvert í þættinum og það var að Ögmundur og Sigurður voru sammála um að gera fólki kleyft að taka út Séreignarsparnaðinn að einhverju eða öllu leyti til að greiða niður dýr yfirdráttarlán og fleira, þetta ætti að geta orðið þverpólitísk samstaða um að því er virðist, enda flestir flokkar inni á þessu.

Atlaga að lýðræðinu?

  Nokkrir einstaklingar ráðast inn á Hótel Borg og vinna skemmdarverk á eignum þess, koma í veg fyrir að stjórnmálaleiðtogar komist á fund,  rjúfa útsendingu sjónvarpsins og öskra sig hása og berja í veggi til að ná að trufla stjórnmálaumræður lýðræðiskjörinna fulltrúa landsins.  Nú spyr maður: Hve langt má fólk ganga í þessum efnum? Ekki þarf marga til.  Nokkrir tugir manna mæta til að valda usla og  ná að setja allt úr skorðum við Austurvöll.  Athygli vekur að allir stjórnmálaflokkar telja sig ekki vera í tengslum við þetta fólk, en samt virðist alltaf sem fólk í stjórnmálum til vinstri vera mest tilbúið að verja aðgerðir sem þessar, enda finnst því sem það sé með pálmannn í höndunum hvað fylgiskannanir varðar þessa dagana, og með sínum óbeina "stuðningi", þá kaupir þetta fólk sér skammtíma vinsældir.  Spurningin er þó hvenær almenningur er búinn að fá nóg af þessum skemmtiatriðum vinstri manna?  Í öllu falli fordæma vinstri menn ekki þessar uppákomur!
mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir stórþjóðanna duga ekki.

IMF hvetur til meiri íhlutunnar Ríkisstjórna um allann heim!  Spár eru greinilega ekki góðar fyrir næsta ár.  Greinilegt að menn voru búnir að offjárfesta og þenja sig meir en markaðurinn þoldi fyrir löngu síðan og nú er að koma niður á hagkerfi heimsins.  Ekki er auðvelt að fá mann til að trúa því að meiri innspýting frá Ríkistjórnum heimsins muni hjálpa í þessum efnum.  Hvernig hagvöxtur mun aukast með hjálp Ríkisstjórna er erfitt að átta sig á, nema jú með lækkun skatta þá beinna og óbeinna, eitthvað í þá áttina verða menn að stefna til að auka tiltrú fólks á að það sjálft geti skapað eitthvað til að örva framleiðslu og aukið hagvöxt þar með.  Þetta snýst jú alltaf um það eitt að hafa trú á hlutunum, hin leiðin er jú að leggjast með Ríkisvaldinu á bæn og vona að hjálpin berist að ofan!!
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er lítill heimur orðinn!

Já, Merkilegt þetta mál, heimurinn er lítill orðinn, búið að "pakka" honum inn í eitt forrit (GOOGLE EARTH).  Menn með illar hvatir virðast nýta sér upplýsingatæknina til voðaverka úti í hinum stóra heimi.  Annars er þetta athyglisvert með google earth, maður kíkir oft á þetta en svo virðist sem lítið sé uppfært í þessu forriti hvað varðar Ísland, það eru nokkrar ljósmyndir af Suðvesturhorninu en lítið meira.  Hvers vegna er ekki hægt að bæta myndum af öllu landinu þarna inn?  Eru það höfundarréttar reglur eða eitthvað lagalegt sem kemur í veg fyrir þetta, þetta er náttúrulega bráðsnjallt forrit!  Er það kannski svo að stofnun einsog Landmælingar Íslands séu eitthvað á móti þessu eða hvað skyldi það vera sem kæmi í veg fyrir að myndir af Íslandi séu þarna, örugglega væri það góð auglýsing fyrir ferðamannaiðnaðinn og yki áhuga erlendra á landinu!  Þó vonandi ekki samt hryðjuverkamanna!


mbl.is Auðveldar Google Earth hryðjuverk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að 8.þúsund gestir á ári!

Þetta gera allt að 22. gestir á dag allt árið,  sem heimsækja Bessastaði.  Það er því líflegt þar á bæ, og svo ekki sé talað um það að Forsetinn sjálfur er ekki heima dágóðan partinn af árinu!  Maður mætti ætla að fólki sé ekki svefnsamt þarna fyrir áreiti gesta árið um kring.  Maður skilur nú hvers vegna Forsetinn er svona mikið á heimshornaflakki, hann vill að sjálfsögðu getað hvílt sig og losnað eitthvað undan þeim skyldum að þurfa að taka á móti tugum gesta hvern dag, skil ég nú Óla og Dorrit vel að þau reyni að vera að heiman sem oftast.  En það sem máli skiptir þó í þessu öllu er að beinn kostnaður við embættið er a.m.k. 60 millur á ári, en það skil ég þó að það svíði menn hjá embættinu að tönglast sé á þessum hlutum í fjölmiðlum, og það kannski meira nú en áður þegar Forsetinn hafði betri sambönd inn á fjölmiðlana.  En kannski eru breyttir tímar og fólk er meira farið að spá í þessa kostnaðarhlið hjá Ríkinu. 
mbl.is Forsetaembættið mótmælir frétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krepputímar framdundan hjá Simpson.

Já, þá er hann á bak við lás og slá blessaður kallinn.  Góðærinu er lokið hjá honum.  Maðurinn sem var sýknaður fyrir 13. árum er nú á bak við læstar dyr, fyrir smáglæp í spilaborginni Las Vegas. Engir stjörnulögfræðingar björguðu honum í þetta skiptið.
mbl.is O. J. Simpson í 15 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynning á skilmálunum sem Seðlabankinn lak út!!

Skyldi vera að þau myndu kynna skylmálana sem Seðlabankinn lak út til DV.  Það er án efa ekki hægt að skilja þetta öðruvísi, þar sem Seðlabankinn hefur greinilega viljað koma skilmálum IMF til alþýðunnar í landinu, og vara fólk við því í leiðinni að frekari þrengingar séu framundan í þjóðarbúskapnum, hækkun stýrivaxta og fl. og það virðist ætla að rætast sem hefur sagt áður, þ.e. ástandið verður eins og í Argentínu forðum, þegar þeir fóru með stýrivextina í 25%.  Þetta er Seðlabankinn að gefa í skyn með því að leka pappírunum um skilmálana út!
mbl.is Ráðherrar boða blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband