Færsluflokkur: Dægurmál

Kemur ekki á óvart!

Það kemur ekki á óvart að bílaumboðin hækki verðin á þessum tíma!  Það er löngu orðinn vani hjá mörgum fyrirtækjum  hér á landi að nota áramótin til að hækka verðið á sínum vörum.  Það er í rauninni regla frekar en vani að hafa þennan háttinn á, því íslendingar eru löngu farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að sjá hækkanir á vöru og þjónustu á þessum tíma, hvort sem það er einkageirinn eða hinn opinberi sem hækkar.  Munurinn er þó sá að "landinn" getur haft áhrif á verðlagið í einkageiranum með því að hunsa þær vörur sem hækka "óeðlilega" en ekki þá þjónustu sem hækkar hjá hinu opinbera!.  En hvað verðhækkanirnar hjá bílaumboðunum varðar, þá vekur athygli að þeir nota sömu afsökunina allstaðar, þ.e. hækkun frá birgjum eða gengið,  Það væri nú gaman að fá að sjá þessar hækkunartölur á borðinu frá birgjum, en að sjálfsögðu er ekki nefnt nákvæmlega hverjar þær eru, enda spyrja fjölmiðlamenn ekki að því að sjálfsögðu, en við vitum það þó nú að birgjar um allan heim hafa hækkað sínar vörur um einhverjar prósentur nú síðustu mánuði samkv. fréttum umboðanna!.  Mér hefur alltaf fundist skondið hve umboðin hafa verið samstíga með verð á bílum í gegnum tíðina, en það hefur kannski meira með það að gera hvernig bílaverðlagningu er háttað almennt í Evrópu, en það er allt önnur umræða!  En auðvitað er það okkar neytenda að ákv. hvernig brugðist er víð í þessum aðstæðum.  Við lifum þó í frjálsum heimi sem betur fer... það er enginn að þröngva þessu upp á okkur!

 


mbl.is Verð á nýjum bílum hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horft um öxl!

Það er vani um hver áramót að horfa til baka og gera upp árið með einhverjum hætti.  Fjölmiðlar keppast um að velja þennan eða hinn "atburð ársins", hvað var best og verst o.s.frv.!  Fortíðin er okkur einstaklega hugleikin.  Ég verð þvi endilega að fá að taka þátt í þessum viðburði á þessum tímamótum sem áramótin eru og fá að segja frá þvi sem ég tel hafa verið viðburði ársins og fl. frá mínum bæjardyrum séð:

Menn ársins: Björn I. Hrafnsson og Alfreð Þorsteinsson fyrir að hafa unnið vel og hratt að því að slíta borgarstj.samstarfinu í sumar sem leið.  Og tekist að vekja upp umræðuna um spillingu í borgarkerfinu hjá fjölmiðlum.  En allt snerist þetta í höndum Björns sjálfs að sjálfsögðu og hefur hann nú minni völd fyrir vikið!  En þetta mætti líka teljast til "klúður ársins".

Kona ársins: Svandís Svavarsdóttir:  Sem tókst að nýta sér glæsilega ástandið við stjórnarskiptin í borginni og er orðin áhrifamesta konan í meirihlutanum í borginni og tókst að ýta Degi B. Eggertsyni út í horn og úr sviðsljósi fjölmiðlana að mestu leyti!.  Hún kom upp nefnd þar sem átti að svipta hulunni af spillingunni í Rei málinu, en ekkert markvert hefur reyndar frést úr þeirri nefnd enn sem komið er, og má því segja að það séu "vonbrigði ársins".

Hundur ársins: Lúkas, sem bjargaði "gúrkutíðinni" hjá fjölmiðlunum tímabundið á árinu.

Bloggari ársins: Össur Skarphéðinsson, sem er duglegur að blogga á sömu tímum sólarhringsins og ég, (þótt ég bloggi ekki eins oft og hann, því mér er ekki eins mikið niðri fyrir með ýmiss mál og hann hefur á næturna). 

Pólitíkus ársins: Björgvin G. Sigurðsson sem lofaði að taka kröftuglega á ýmsum málum, neytendum til hagsbóta sem fyrst, en nú er árið nánast liðið......við bíðum....og bíðum.....

Endurkoma ársins: Ólafur F. Magnússon sem kom eins og kallaður þegar nýr meirihluti tók við í borginni og setti stefnumál sín og frjálslyndra til hliðar (eða bara kastaði þeim fyrir borð!), svo hægt væri að mynda meirihluta í sátt að sinni.

Veikasti hlekkur ársins: Stjórnarandstaðan á þingi sem hafði ekkert betra fram að færa en málþóf um það hversu lengi málþóf mættu standa á alþingi okkar íslendinga og svo umræður um mál eins og hvers vegna bleikt mætti ekki vera blátt og blátt bleikt o.s.frv.

Viðskiptamaður ársins: Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir að vera kosinn viðskiptamaður ársins hjá Fréttablaðinu sem hann á!

Nú, svona mætti áfram lengi telja.

GLEÐILEGT ÁR.

 

 

 

 


Borgarstjórnarfundur.

Nú stendur yfir borgarstjórnarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar þetta er skrifað. Athyglisvert er hve lítið er fjallað um þennan fund á netsíðum blaðanna þ.e. mbl eða vísi t.d.  Hinn nýi meirihluti sem nú er tekinn við er ekkert enn á því að setja fram stefnuskrá sína eða málefnasamning fyrir næstu misseri.  Lítið er fjallað um fjárhagsáætlunina á þessum fundi, þótt seinni umræða eigi að vera til umræðu samkv. dagskrá fundar.  Þó reyna sjálfstæðismenn með veikum hætti að koma umræðu um þessi mál á dagskrá!.  Það eina sem rætt er um er hvernig megi ráðstafa peningum borgarinnar í ný verkefni á næstu misserum eins og t.d. nýtt embætti umboðsmanns borgarinnar (einhverskonar leiðsögumann fyrir hinn almenna borgara).  Nú dugar því ekki lengur hið hjálpsama símaver borgarinnar, heldur er nýju embætti bætt í báknið!.  Svo er það stóra málið, SKATTURINN, hann verður ekki lækkaður á fasteignaeigendur næstu misserin, sjálfstæðismenn höfðu stefnt á lækkun hans. Hinn nýji ósamstæði meirihluti ætlar að halda áfram að þenja út BÁKNIÐ í kerfinu, með tilheyrandi kostnaði og svo ætla menn að grenja út úr ríkinu meiri hlutdeild í skattinum vegna þess að hinni "velstæðu borg" hefur tekist að spila út sínum bestu spilum í tóma óráðsíu síðasta áratug.  Og það á mesta uppgangstíma landsmanna fyrr og siðar.  Ríkinu hefur tekist að hagræða síðasta áratuginn en ekki BORGINNI!!  Það er skiljanlegt að sum lítil sveitarfélög þurfi á hjálp að halda, en það að BORGIN þurfi að skríða til Ríkisins og biðja um ölmusu er "skandall".  Þetta lýsir einfaldlega hvernig hinn nýji R-listi ætlar að starfa: jú, með sama hætti og áður.  Borgarbúar fá að blæða út áfram,  hægt og rólega.  Enn og aftur verður maður að undrast hve lítinn áhuga fjölmiðlar hafa á málefnum borgarinnar og hafa lítinn áhuga á þeim "litlu" umræðum sem eiga sér stað um þá milljarða sem flæða út úr sjóðum borgarinnar.  Þetta eru peningar okkar allra borgarbúa en ekki bara borgarfulltrúa Reykjavíkur.  Það þarf á vökulum augum fjölmiðlamanna að halda til að ekki fari illa í borginni á næstu misserum og ný hneyksli á við "rækjueldi, línu-net" eða sitthvað annað eigi sér stað enn og aftur.  Nú reynir á borgina, þegar harðnar á dalnum í peningamálum landsmanna.  Nú þýðir ekki að "fela sig" á bak við uppsveiflur í gengi krónunnar eða hækkun verðbréfa og fl. Sá tími er líðin að sinni!!


Sunnudagshugvekjan!

Þá er enn einn Sunnudagurinn runnin af stað !  Og að sjálfsögðu lagði maður augu og  eyru við Sunnudagsmessu "SILFUR EGILS", enda má ekki missa af hinum sívinsæla boðskap sem þar er fram borinn á hverjum Sunnudegi yfir vetrartímann.  Í þættinum var m.a. rætt um umhverfismál, og benti Pétur Blöndal á þá hluti hvað varðar mengunina frá álverunum að betra væri nú að hafa álverin hér á landi en að láta t.d. Kínverjana framleiða ál með allri þeirri mengun sem því fylgdi þar í landi (þ.e. kol og olía).  Því þar væri rutt niður heilum fjöllunum til að framleiða þennan "mjöð" sem álið er.  Ef menn vilja hugsa hnattvætt hvað varðar að minnka mengun, þá er Ísland að sjálfsögðu besti staðurinn til framleiðslu þessara vara (hreinasta orkan).   Steingrímur J. var samur við sig eins og svo oft áður, á móti öllum virkjunarmálum en minnti þó á að auðvitað væri betra að nota hreina orku við vinnslu heldur en kol eða olíu (en ekki á Íslandi samt sem áður).  Hann vill bara sjá framl. orku þannig að hún nægi okkur Íslendingum og "BÚIÐ".  Sem sagt við leggjum ekkert til umheimsins nema það að halda orkunni bara fyrir okkur, og sýna umheiminum að við getum verið sjálfum okkur nóg.  Hann er stuðningsmaður "VINDMILLA" og annarra lífrænna orkugjafa.  Gaman væri nú reyndar að sjá Vindmillur á hverju landshorni hér, líklega setti hann sig ekkert upp á móti því, enda mjög umhverfisvænar, útlitsvænar osfrv.  Talað var um útrásina og þar minnti Steingrímur J. á að hagkerfið væri að sprínga af allri útrásinni og þennslunni ásamt öllum stóriðjuframkvæmdunum.  Hann veltir þó ekki fyrir sér hvernig ástandið væri ef ekkert af þessu hefði komist í framkvæmd, eins og örugglega hefði verið ósk hans.  Það er rétt að þennslan hefur verið mikil, en þá á þjóðin líklega að geta þolað einhvern afturkipp þegar að STOPPINU kemur í hagkerfinu, við eigum þó eitthvað inni sem við annars ættum ekki, ef ekkert hefði verið að gert hér í útrásinni og uppbyggingunni síðustu misserin! Pétur B. benti á að miklu minna þyrftu menn að hafa áhyggjur af útrásinni núna, heldur en  fyrir nokkrum árum síðan, því nú væru útrásarfyrirtækin búin að DREIFA áhættunni vítt og breitt um veröldina!  ÁHÆTTAN er því ekki eins mikil fyrir okkur eins og áður fyrr.  Að lokum þetta um hina "pólitísku léttlyndu valdaskessuna " eins og Guðni Ágústsson komst að orði, þá sagði hún að fullt traust væri innan ríkisstjórnarinnar í öllum málum.  Hún hefði engar áhyggjur að hlaupast undan merkjum í samstarfinu, svona rétt til að ná betur saman í samstarfinu við borgarstjórnarmeirihlutann.  Þá talaði hún um jafnréttislögin sem Jóhanna  Sig. fer fram með á þingi.  Hún telur að þetta mál nái framgangi á þingi, þó víst sé að þetta regluverk sem í vinnslu er sé margt skrítið á margan hátt, til að mynda það, að hægt sé fyrir hið opinbera að blanda sér í launadeilur innan fyrirtækja stórra sem smárra, þannig að ef einhver einstaklingur telur brotið á sér þá geti hann snúið sér til ríkisins og beðið um hjálp, í staðinn fyrir að sá einstaklingur sem brotið sé á (að hans eigin mati) geti farið og sótt sitt mál fyrir dómstólum.  Það hlýtur að vera áhyggjuefni ef Samfylkingin hefur það á stefnu sinni að efla Lögregluríkið með þeim hætti að koma á einhverskonar (BIG BROTHER) eftirlitskerfi.  Hvað kæmi þá næst...

« Fyrri síða

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband