Færsluflokkur: Íþróttir

Hugurinn ber mann bara hálfa leið!

  Eins og segir einvherstaðar, og það á vel við KR liðið þetta árið!  Kannski er það góða veðrið, menn bara uppteknir af því að njóta veðurblíðunnar.  Og kannski reddast þetta bara!  Ef liðið forðast fall þá geta menn verið sáttir!  eða svo virðist allavega andinn vera í kringum liðið þessa dagana.  KR liðið hefur verið heppið með mótherja í Bikarnum hingað til og náð að "hanga" inni í þeirri keppni.  Evrópudraumurinn er búinn þetta árið en líkur á að "okkar" menn geti þó haldið áfram að svífa um í draumalandinu hér uppi á "skerinu".  Andstæðingar okkar í deildinni eru allavega vel sáttir með þá stöðu mála þetta sumarið!
mbl.is Áttuðum okkur ekki á því að Haukar spila ágætis fótbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og nú syngjum við Barcelona!

Og að sjálfsögðu sendi ég fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar heillaóskir og kæra kveðju suður til Barcelona og óska Börsungum til hamingju með enn einn Spánartitilinn.
mbl.is Barcelona varði meistaratitilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vörnin hjá KR. leystist upp í lokin!

   Eftir fyrstu skptinguna hjá Kr.ingum sá maður að hlutir fóru að ganga illa.  Menn algjörlega sofandi á verðinum og töldu að þetta væri komið!  En sá hlær best sem síðast hlær og það sannaðist í þessum leik.  Afspyrnu slakir Haukamenn hirtu  eitt stig á nokkrum mínútum í seinni hálfleik.  KRingar verða að læra að halda vöku út allann leikinn, vonandi að þetta verði þeim víti til varnaðar fyrir næstu leiki!!   En maður segir nú samt ÁFRAM KR!!
mbl.is Haukar jöfnuðu metin í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð byrjun, en...

  Kr.ingar fara vel af stað, en leikurinn var þó ekki sannfærandi af þeirra hálfu, vonandi að menn hressist í næstu leikjum á Íslandsmótinu.  Áfram KR.
mbl.is KR Lengjubikarmeistari með naumindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttur leikur hjá Barcelona í kvöld.

   Það var ekkert sem kom á óvart í þessum leik í kvöld, Barcelona yfirspilaði Stuttgart í þessum leik og eru á beinu brautinni í úrslitin þegar þar að kemur!
mbl.is Barcelona og Bordeaux áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur riðill.

   Þetta lítur bara vel út, þarna verður Norðulandaslagur á ferðinni og fínt að fá Portúgal með, við eigum  að geta strítt þessum liðum og jafnvel gert enn betur, og viss um að menn leggja hart að sér núna að gera vel, í ljósi velgengni Handboltalandsliðsins.
mbl.is Mæta Norðurlöndum og Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland

   ísland í undanúslit, en tæpt var það!  Frábær leikur og spennandi að sjá hverjir verða mótherjar okkar, ekki ólíklegt að við þurfum að glíma við Frakka enn eina ferðina...


mbl.is Ísland í undanúrslit á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnt í leik Íslendinga og "Dómaranna".

   Segja má að Dómararnir hafi átt stóran þátt í jafntefli Íslands og Króata.  Þeir "stálu" sigrinum af Íslendingum í leiknum!  Hver brottvísunin í seinni hálfleik á eftir annari og vítakastsdómar þeirra með ólíkindum sem þeir gáfu Króötum óverðskuldað oft á tíðum.  Frábær árangur samt enn og aftur hjá "strákunum okkar", og allt ennþá á réttri leið.  Áfram Ísland!!
mbl.is Verkfall vegna handboltans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband