Færsluflokkur: Mannréttindi
17.1.2010 | 22:36
Leitað til Íslands!
"boreas" sjóðurinn leitar sérstaklega að konu á Íslandi til að setjast í stjórn fjarskiptafyrirtækis síns í Noregi, þetta er athyglisvert með þessar kvótareglur þeirra Norðmanna, að þeir verði að leita erlendis eftir hæfu fólki, og þá sérstaklega kvenfólki til að fylla upp í "stjórnarmannakvótann". Þetta er náttúrulega augljóst svo sem útaf fyrir sig, því hér á landi er að sjálfsögðu nóg af hæfu kvenfólki á lausu til að fylla upp í svona "kvóta". Reynslan er fyrir hendi hér líka, þar sem sumir flokkar hafa komið sér upp kvótareglum eins og t.d. Vinstri grænir og Samfylking, þar sem reynt hefur á þessar reglur svo eftir hefur verið tekið, og þess vel gætt að menn sem náð hafa að sýna fram á forystuhæfileika með góðri kosningu, þurfa ekki alltaf að vera verðlaunaðir með viðeigandi hætti heldur mega þeir þurfa að eiga von á að "víkja" fyrir kvótakerfinu góða!
Vogunarsjóður leitar að konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2009 | 15:01
Yfir 30.000 manns búnir að skrifa sig um þjóðaratkv.gr. um ICESAVE.
Ljóst er að þetta mál mun fara naumlega í gegnum þingið þegar upp verður staðið. Stjórnin verður að reiða sig á m.a. á varaþingmenn VG. þar sem sumir þingmenn þess flokks hafa stokkið af þinginu þegar stórmál sem þetta er tekið fyrir. Kannski verður það þó almenningur sjálfur sem nær að stöðva þessa vitleysu. Ef tugir þúsunda landsmanna skrifa undir það að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu verður erfitt að réttlæta löggildinguna á þessu frumvarpi. En Samfylking keyrir málið "blinnt" áfram! Við sjáum hvað setur.
Meirihluti samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 09:42
Fundað um "stríðsskaðabætur".
Þá er það ákveðið, ríkisstjórnin kölluð til fundar hið snarasta til að samþykkja auknar skaðabætur til handa Hollendingum og Bretum. Og greiðendur verða: Allir skattgreiðendur þessa lands. Greinilegt að Evrópuviðræðurnar verða "rándýru" verði keyptar ef Samfylkingin fær ráðið í þessu máli. Augljóst að troða skal á mannréttindum í þessu landi, dómstólar eiga ekki einu sinni að hafa nokkra þýðingu í þessum máli að mati Ríkisstjórnar.
Ríkisstjórnarfundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 742
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar