19.1.2010 | 22:38
Ísland er Eyland!
Og þessvegna er boðun verkfalls hjá hinu Ríkisrekna flugfélagi þessa lands alvarlegt mál. Ljóst er að ekki hefur verið samið um nokkurt skeið hjá þessari stétt manna og getur maður svo sem haft samúð með þeim á vissan hátt, en samt er ljóst að stéttir í fluggeiranum geta átt auðveldar með að ná sínum málum fram en í öðrum geirum atvinnulífsins. Þessar stéttir geta jú með aðgerðum sínum nánast lokað landinu, engin önnur leið er fyrir hinn almenna borgara að komast úr landi nema þá kannski með Norrænu! Reyndar er í dag hægt að ferðast með "hinu félaginu" Iceland Express, og býst maður við að eitthvað muni bókanir aukast með þeim á meðan hugsanlegu verkfalli stendur? En svo er náttúrulega sp. með hvort þeir færu kannski í "samúðarverkfall" með flugliðum Ríkisfélagsins? Það hlýtur að mega búast við að viðsemjendur semji með tilliti til ástandsins á hinum almenna vinnumarkaði í dag. Er ekki Ríkið búið að gefa út að enginn eigi að vera með hærri laun en Forsætisráðherra t.a.m. Annars verður forvitnilegt að fylgjast með verkfallsboðunum hjá Ríkinu á næstunni. Þar eru margar stéttir sem geta gert "skurK" í þjóðlífinu vegna ýmissa starfa sem eru bundin við réttindi ákveðinna manna og engir aðrir geta gengið þar inn í.
Flugmenn undirbúa verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Iceland Express er ekki flugfélag og þar eru engir flugmenn í vinnu svo líkurnar á samúðarverkfalli eru engar. Astraeus er brekst flugfélag sem flýgur fyrir farmiðasöluna Iceland Express.
Kröfur Icelandair manna er lítil. Aðal atriði er að fá í gegn að flugmenn fái tvö helgarfrí annan hvern mánuð á meðan aðrir sem í vaktavinnu eru fá tvö helgarfrí mánaðarlega.
Ingvar (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 23:28
Það má enginn ríkisstarfsmaður hafa hærri laun en heilög Jóhanna því hún er að gera svo rosalega mikilvæga hluti í að sökkva landinu í skuldir
Jon (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 00:08
Iselander ættu bara að koma sér út fyrir landsteinana, þá væri ekki svona mikið vesen á þessari flugstétt.
Jón hver kom okkur í þessa %&(/#"%& klípu
forvitinn (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.