Ummæli Leiðtoga Ríkisstjórnar hreinn brandari!

   Ljóst er að Ríkisstjórn á erfitt að sætta sig við þessi málalok.  Ríkisstjórn dró aldrei lögin til baka, en það gerði þjóðin í kvöld.  Þetta var ein besta kjörsókn sem mælst hefur í Evrópu á undanförnum árum í einstökum málum og sýnir að þjóðin er vel vakandi yfir málum sem þessum!  Sorglegt að sjá hvernig Steingrímur snýr út úr um þetta mál.   Ríkisstjórnin sem hélt sig heima í kosningunum hefur verið borin ofurliði af almenningi í þessu máli, sem sýndi mátt sinn og meginn og mætti til að kjósa gegn ríkjandi lögum um ICESAVE.  Með "lýðræðislegum" hætti sýndi þjóðin að hægt er að koma í veg fyrir skemmdarverk á við þau sem þessi Ríkisstjórn hefur ástundað í þessu máli.  Forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu í þessu máli.  Athyglisverð ummæli Steingríms varðandi starf sitt.  Hann spurði erlenda fréttamenn að því hvort þeir vissu um einhverja sem til væru í að taka við starfi sínu?  það er vitað mál að þeir hefðu getað svarað því svo til að fjöldi Hollendinga og Breta væru tilbúnir að taka við "djobbinu" af Steingrími sem greinilega er orðinn þreyttur á því, það eitt er víst!
mbl.is Jóhanna: Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Væri ekki eðlilegra fyrir Steingrím að að spyrja þjóðina hver á að taka við "djobbinu"?

Síðast þegar ég vissi var hann fjámálaráðherra Íslands. Hef ég kannski misst af einhverju?

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2010 kl. 23:02

2 identicon

Steingrímur hlýtur að sjá eftir þessum ummælum.  Þau voru eins og töluð úr munni þesss sem tapar og kann ekki að höndla það.  Ótrúlegt að maðurinn skuli hafa sagt þetta.  Kannski er ég bara fábjáni sem að skilur ekki Steingrím......?

Ari (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 23:16

3 Smámynd: Landfari

Þau eiga að sjá sóma sinn í því að segja af sér eftir þessa lítlilsvirðingu við þjóð sína og lýðræðið.

Landfari, 7.3.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband