Og hvað svo?

   Nú er skýrslan komin sem allir hafa beðið eftir.  En hvað svo?  Aðalhluti skýrslunnar lendir í geymslu til næstu áratuga og restin er það sem allir hafa vitað fyrir.  Við fyrstu sýn virðist þetta líta út sem úttekt fyrir Ríkið til að vinna úr.  Hugsanlega verður skýrslan til þess að menn þurfi að breyta einhverjum lögum í framhaldinu til að koma í veg fyrir álíka kreppu og þjóðin lenti í ásamt öðrum þjóðum þessa heims.  Búast má við að Saksóknaraembætti muni fá eitthvað til að moða úr út úr þessari skýrslu og framundan er hugsanlega mikil "vertíð" hjá lögfræðiskrifstofum  og fleirum í þeim geira, vonandi að allt þetta muni koma vel út að lokum fyrir borgara þessa lands, en við fylgjumst áfram með...
mbl.is Skýrslan kom þjóðinni á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðal annars var sýnt framá gáleysi eigenda og stjórnenda banka og þeir sem töpuðu peningum í peningamarkaðssjóðum eiga nú hugsanlega sannanlegar heimildir fyrir máli sínu.

Verst að kröfur þeirra verða með þeim síðustu og ljóst að ekki verður mikið eftir fyrir peningamarkaðssjóðseigendur.

Ég held þessi skýrsla síni það samt með óyggjandi hætti að bankastjórnendur og eigendur ásamt nokkrum ráðherrum eru hreinlega landráðamenn og ber að sækja til saka sem slíka.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 17:14

2 identicon

og ?

Krímer (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 21:35

3 identicon

Það sem kemur næst er að leggja fram kærur þar sem hægt er að leggja fram stefnur fyrir dómstólum.   Sækja skaðabætur þar sem hægt er að sækja skaðabætur og ákæra þá sem hafa brotið lög.

Þessa ríkisstjórn og fyrri á svo að húðstrýkja fyrir að ríkisvæða þessar skuldir því hefði bönkunum verið leyft að fara í þrot, og öll innlán færð í 1 nýjan ríkisbanka þá hefði þjóðin ekki skuldða svona mikið og hugsanlega töluvert minna heldur en fyrir hrun.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband