Í kjölfar skýrslu um Bankahrun.

   Nú stendur yfir þegar þetta er skrifað í ljósvakamiðli landsmanna umræður um skýrslu vegna Bankahrunið.  Margt athyglisvert ber þar á góma og athyglisvert að allir bera af sér sakir en játa samt sekt á sama tíma, varðandi það að hafa verið viðriðnir ákveðna atburði sem mönnum í dag þykir hafa verið saknæmir eða siðlausir!  Ljóst er að menn fóru geist á þessum góðæristímum, og meira að segja fjölmiðlamenn sjálfir tóku þátt í á fullu, en ekki fer þó mikið fyrir þeirri umræðu í ljósvakamiðlum, skiljanlega.  Sjálfsgagnrýnin er látin liggja milli hluta, svona rétt á meðan hamrað er á stálinu.  Athygli vekur í öllu þessu sú umræða sem fram fór síðustu daga fyrir opinberun þessarar skýrslu, en það voru ummæli fjölmiðlamanna um að óeirðir gætu brotist út og fólk hlaupið út á götur með potta og pönnur að vopni og löggæslumenn myndu geta átt slæma daga framundan úti við Austurvöll.  Ekkert hefur þó borið á slíku, nema þó að nokkrir aðilar hafa komið þangað niðureftir til að leggja fram bíl og húslykla fyrir framan Alþingishúsið.  En þetta virðast veru einu mótmælin sem orðið hafa og Lögreglan getur því andað rólega í kvöld.  Þetta á sér þó skýringar sem liggja í augum uppi af þeim sem fylgst hafa með pólitík undanfarin misseri og skýringin: jú, Vinstri grænir sitja nú í Ríkisstjórn, svo einfalt er það og því er rólegt í bænum.  Vinstri grænir þekkja sitt fólk og hafa greinilega hemil á órólegu deildinni í þeim flokki!  Á meðan þeir sitja í Ríkisstjórn verður hinn þögli meirihluti að sætta sig við aðgerðarleysi í málum heimilanna og bíða þess sem verða vill, á meðan þjóðarskútan siglir hægt og bítandi áfram með gat á skrokknum og áhöfnin þarf að hafa sig alla við að halda sjó!  Auknar álögur á almenning og aðgerðarleysi í atvinnumálum ásamt áframhaldandi þennsla hjá Ríkinu (þar sem nú er orðið hvað vinsælast að starfa hjá), er aðal prinsip þessarar stjórnar.  Og athugið þetta: Fyrst voru það Bankarnir sem voru "étnir" innan frá, en nú er það Ríkið sjálft sem verður "étið" innanfrá með aðstoð spilltra stjórnmálamanna, þeirra sömu og predikað hafa hvað mest gegn spillingu á síðustu árum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband