17.3.2013 | 21:52
Feluleikurinn í flugvallarmálinu.
Sýnt er að í þessu máli er verið að reyna að þjarma að Reykjavíkurflugvelli í skjóli nætur eða rétt fyrir kosningar eins og í mörgum öðrum málum þessa dagana. Samfylking nýtir sér stjórnarsamstarfið við VG til að koma sínu áhugamáli þ.e. að losa sig við flugvöllinn, í gegn og aðstoða samherja sína í borginni í leiðinni. Það er ótrúlegt hvað menn leggjast lágt í þessu máli svona "korteri" fyrir kosningar. Svo virðist sem menn sjáí að þetta stjórnarsamstarf komi ekki til að standa mikið lengur og því er lagst í herferð sem felst í því að koma sem flestum "undirskriftum" í gegn á sem stystum tíma til að tryggja að öll loforð fráfarandi stjórna séu innsigluð á sem flestum stöðum og í sem flestum málum ! En "REIKNINGURINN" hann bíður betri tíma og er færður til bókar einhverntima seinna, svona ( Bjarnargreiði) til handa næstu valdhöfum þessa ágæta lands okkar. En hvað varðar þessa hugmynd með Hólmsheiðina, þá er hún brandari sem eingöngu gæti þrifist sem hugm. frá fólki sem aldrei fylgist með veðurfréttum eða öðru sem því tengist. Það er aðeins ein lausn og hún er að völlurinn fái frið eða Keflavík taki við "keflinu", en við vitum nú vel hvað Þjóðin vill í því sambandi.
Samkomulagið er ekki í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála hverju orði þarna, var bara ekki búin að koma því niður á blað.
Anna Guðný , 17.3.2013 kl. 23:11
Heyr, heyr.
Sindri Karl Sigurðsson, 17.3.2013 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.