Við upphaf kosningamánaðar.

   Nú er apríl genginn í garð og við lok hans verður gengið til kosninga og reikningsskil gerð á því sem efnt hefur verið af loforðum þeim sem fráfarandi Ríkisstjórn skilur við.  Mörg ný framboð líta dagsins ljós þessa dagana, svo mörg að hreinlega sætir undrun af.  En nú við upphaf kosningabaráttunar er nauðsyn að fólk kynni sér málin og skoði hvað henti því best með "heildarhagsmuni" sína eða fjölskyldunnar sinnar í huga.  Nokkuð ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið kemur nú fram með heildarstefnu sem ætti að henta öllum en ekki bara "sérhagsmunahópum " heldur aðgerðir sem gagnast öllum.  Þar eru greindar leiðir út frá því m.a. hvort fólk búi í eigin húsnæði eða hvort það leigi húsnæði eða fólk búi hjá öðrum.  Allar þessar leiðir eru kynntar með skilmerkilegum hætti inni á XD.is Vert er að skoða öll þessi mál vel, því mikilvægt er að fólk tali í takt en missi ekki sjónar á því hvert ferðinni er heitið þvi dýrkeypt getur orðið að fólk tali hvert í sína áttina og óreiðustjórnmálin fái að ráða ferðinni áfram næstu 4.árin. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband