Hefur nokkuð til síns máls !

   Lækkun skatta er þó stór áfangi í að koma hagkerfinu í gang aftur, bæði óbeina og beina skatta.  Klárt mál þó að skattar eiga að vera jafnir hjá öllum, leikreglur þær sömu allstaðar, en áfram þarf að halda í ýmsar "velferðarbætur" sem fólk þarf á að halda með lægri laun og kjör.  Heilbrigðiskerfið þarf að styrkja svo um munar, en það gerist ekki nema hagkerfið komist á gott skrið, allt spilar saman hér.  Vinda þarf ofan af loforðaflaumi fyrri Ríkisstjórnar og forgangsraða á næstu misserum, þannig að færi gefist til að styrkja undirstöður velferðarkerfisins sem Heilbrigðiskerfið er hluti af .  Og smá skilaboð til Ríkisstjórnar:  Fyllið vinsamlegast sem fyrst uppí holuna stóru við Suðurgötuna.
mbl.is Lækka frekar skatta en bæta heilbrigðiskerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það sem Kári virðist ekki skilja frekar en þorri þjóðarinnar er að með því að lækka skattprósentuna munu tekjur hins opinbera aukast, þetta sáum við á árunum 1991-2001 þegar skattar á fyrirtæki voru lækkaðir í þrepum úr 45% í 18%. Tekjur ríkisins af þessum skattstofni drógust ekki saman heldur þrefölduðust.

Ef við ætlum okkur að bæta heilbrigðiskerfið þarf að lækka skatta á alla og koma hjólum atvinnulífsins í gang svo fleiri greiði skatta og greiði hærri skatta vegna hærri tekna.

Þetta verður hins vegar aldrei gert :-(

Helgi (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband