27.9.2013 | 13:50
Nú þarf að endurskipuleggja þessi mál frá grunni.
Heilbrigðiskerfið þarf endurskoðunnar frá grunni, kerfið er greinilega hrunið og það fyrir nokkru síðan. Þjóðin gerir kröfur um öflugt heilbrigðiskerfi og það kostar sitt eins og komið hefur á daginn og því þarf þjóðin að gera upp við sig hvað hún nákvæmlega vill í þessum efnum. Þetta er jú allt spurning um fjármagn og þar þurfum við að gera betur hvað varðar öflun þess, nokkur ár eru þegar farin í "súginn" hvað það varðar frá hruninu fræga.
Björn Zoëga lætur af störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stefna stjórnvalda í málefnum heilbrigðiskerfisins og Landsspítalans er mjög skýr og hvað skýrust í auglýsingum eftir læknum til starfa á spítalanum. Afleiðingar miskunnarlauss niðurskurðar eru þær að spítalinn er orðinn á eftir samtímanum hvað varðar tækjabúnað og gæði. Ofurálag á þá fáu sem enn þrauka í þessari láglaunastofnun er slíkt að til hamfara horfir og aðstæður laða ekki að hæft starfsfólk til viðbótar þeim sem enn þrauka. Allir núverandi starfsmenn vinna meira en fullt starf, vegna manneklu og af einskærri mannúð og samúð með sjúklingum og aðstandendum þeirra. Álagskröfur stjórnvalda á þetta fólk er hrein ósvífni svo ekki sé meira sagt. Hugtakið "háskólasjúkrahús" um Landsspítalann vekur manni hlátur en jafnframt óhug um leið. Og nú er svo komið að íslenskir læknar treysta sér ekki til að vinna við þær þriðja heims aðstæður sem hafa verið að myndast á Landsspítalanum undanfarin ár. Og nú er auglýst eftir læknum frá útlöndum sem væru til í að vinna við vondar aðstæður, ofurálag, úreltan tækjabúnað og laun sem eru langt undir meðallaunum lækna í sambærilegum störfum í þeim vestrænu löndum sem við miðum okkur alltaf við þegar við viljum berja okkur á brjóst og grobba okkur af því hvað allt er nú frábært á Íslandi. Það er sama hvaða pólitísku öfl eru við stjórnvölinn hverju sinni, þau hafa öll gleymt þeim grunngildum sem samfélagið á að snúast um fyrst og fremst: Öflugt og gott heilbrigðiskerfi, vandað menntakerfi og velferðarkerfi sem heldur utan um þá sem minna mega sín í samfélaginu. Í þetta þrennt eiga skattar að fara númer eitt, tvö og þrjú. Allt annað kemur þar á eftir, jarðgangagerð, tónlistarsnobbhallir, sendiráð á erlendri grund eins og um heimsveldi sé að ræða, listamannalaun, fyllerísferðir þingmanna til útlanda, styrkir til kvikmyndagerðar og annarra gæluverkefna, skákmeistaralaun, peningagjafir til þeirra sem rányrkja auðlindir í eigu almennings, o.s.frv.
corvus corax, 27.9.2013 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.