Staðlar, boð og bönn ESB.

   Enn eitt dæmið um eftirlit "stóra bróður" í Evrópu.  Nú skiptir "bragðið" máli eins og fram kemur í frétt.   Frelsið í þessu eins og mörgu öðru verður skert meir og meir, lífi fólks stjórnað meir af stjórnvöldum í Brussel og víðar. Það eina sem breytist í Evrópu framtíðarinnar er að hið opinbera eftirlits og stjórnkerfi mun bara halda áfram að þenjast út á kostnað alþýðu þessara landa, eitthvað sem sumir hér á landi hafa litið "öfundaraugum".
mbl.is Banna mentólsígarettur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki að gera þér grein fyrir því að öll boð og bönn Evrópusambandsins gilda líka á Íslandi hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Ef við værum í sambandinu gætum við þá verið með í því að búa þau til í stað þess að fá þetta bara sent í faxi.

Gunnar (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 13:06

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Gunnar heldur semsagt að 0,0eitthvað% atkvæðavægi hafi eitthvað að segja í þessu sambandi...

Við værum allveg jafnmikið að taka við boðum og bönnum gegnum "faxtæki" (tölfupóst í dag), teldum okkur kanski hafa eitthvað að segja vegna 0,0eitthvað% atkvæðavægis... Hehehe

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 8.10.2013 kl. 13:17

3 identicon

Þetta comment þitt Kaldi sýnir að þú hefur ekki hundsvit á því hvernig ESB virkar. Atkvæðavægið skiptir ekki máli, það er þátttakan í nefndum og fleiru sem skiptir máli og hún er alveg óháð fólksfjölda.
Þegar greidd eru atkvæði þá er verið að greiða um að samþykkja eða hafna frumvörpum.

Svona til gamans þá getið þið verið alveg vissir um það að íslendingar hefðu greitt með þessu banni ef þeir væru með mann við borðið .

Gunnar (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 13:32

4 identicon

Þannig að menthol sígarettur verða bannaðar á Íslandi fljótlega Gunnar?

blahh (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband