22.12.2013 | 16:56
Hinn ósnertanlegi gjaldmiðill hýstur á hrauninu fyrir sunnan.
Glæsilegt, í miðjum höftunum leynist gjaldmiðill falinn og verndaður af Norðan vindi og hitanum úr iðrum jarðar hér á skerinu okkar góða. Falin fjármálamiðstöð á Miðnesheiðinni. Er þetta eitthvað sem við getum nýtt okkur, ættum við að taka þennan gjaldmiðil kannski upp hjá okkur, væri kannski ekkert verri en Krónan gamla.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ísleskt hagkerfi þarf stöðugan gjaldmiðil.Það er ekki hægt að treysta einhverju sem þrefaldast að verðgildi í eium og sama mánuðinum.
Sigurdur V.Gudjonsson (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 18:01
Þetta er æsifréttamennska. Hinar raunverulegu "rætur" þessa gjaldmiðils er að finna á sama stað og "takkann til að slökkva á internetinu". Semsagt hvergi og á sama tíma allsstaðar. Eins og kemur fram í texta fréttarinnar, sé hann lesinn nánar, er nefinlega um að ræða dreifstýrt kerfi, rétt eins og internetið sjálft.
Ef það væri í samræmi við raunveruleikann að "rætur" bitcoin lægju á Reykjanesinu, þá væri nóg að taka þá örfáu netkapla sem liggja til Íslands úr sambandi og þá væri hægt að "slökkva" á bitcoin og rústa henni sem gjaldmiðli. Ef það væri svo auðvelt þá væri búið að gera það nú þegar, og hefur reyndar verið gert áður en þá var það einmitt til að rústa íslensku krónunni.
Tilgangurinn með bitcoin er hinsvegar sá að koma í veg fyrir að slík afskipti stjórnvalda séu möguleg, og lifandi sönnun þess að það sé ekki hægt er að það hefur ekki tekist enn, þó margir hafi reynt þ.m.t. NSA o.fl. öflugir aðilar.
Að því leyti til er líka hægt að segja að Bitcoin sé mun stöðugri gjaldmiðill en ISK því það þarf miklu meira til að taka bitcoin úr sambandi heldur en aulabrögð eins og að GCHQ hringi út traktorsgröfu til að grafa "óvart" í sundur íslensku kaplanna þar sem þeir liggja um breskt yfirráðasvæði.
Varðandi pælingar um upptöku á Bitcoin, þá er ekkert því til fyrirstöðu að hver sem er taki hann upp sem gjaldmiðil nú þegar. Ég er tildæmis sjálfur nýbúinn að niðurhala blokkakeðjunni og nauðsynlegum hugbúnaði til að vinna með hana svo ég tekið bitcoin upp sem gjaldmiðil í mínum eigin viðskiptum. Þá verður millifærsla jafn einföld og að senda einhverjum hlekk á veffang, en hægt er birta slíkan hlekk opinberlega svo aðrir geti millifært til þín greiðslur, án þess að það dragi úr öryggi eigin notkunar á þeim mynteiningum sem maður ræður yfir.
Punkturinn með bitcoin er að hann er ekki þjóðargjaldmiðill og þess vegna getur ekkert þjóðríki "tekið hann upp" nema þá í sama skilningi og þegar talað er um "einhliða upptöku evru" eða álíka. Í því sambandi er rétt að benda á að allir gjaldmiðlar hafa verið "teknir einhliða upp" á Íslandi þar sem þeir eru allir leyfilegir í viðskiptum manna á milli og hafa verið það eins lengi og ég man eftir, bara svo lengi maður gefur viðskiptin upp til skatts umreiknuð yfir í jafnvirði íslenskra króna. Ekkert er því til fyrirstöðu að gera þetta með bitcoin, svo lengi sem maður hefur aðgang að einhverju skráðu gengi miðað við krónur.
Þú skalt því ekki halda andanum í ofvæni eftir því að neitt ríki taki bitcoin upp sem opinberan gjaldmiðil eða lögeyri, það myndi ganga gegn tilganginum. En þegar Seðlabanki Íslands fer að birta opinbert gengi fyrir kaup og sölu á bitcoin fyrir íslenskar krónur, eða Ríkisskattstjóri auglýsir að hann muni taka við bitcoin sem greiðslu fyrir skatta, þá værum við aftur á móti að tala saman! :)
Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2013 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.