Háðuleg útreið í fótboltanum!

Jæja, þá er landsliðið í knattspyrnu búið að ná botninum.  Það þurfti engum að koma á óvart þau úrslit sem urðu í kvöld í fótboltanum gegn liði liechtensten.  Liðið er skipað leikmönnum sem koma frá erlendum liðum og þar sem liðið er löngu búið að tapa öllum möguleikum á að komast lengra, þá taka leikmenn "að sjálfsögðu" enga áhættu á því að "slasa sig" í leik sem þessum og hætta á að missa sæti sín í sínum félagsliðum.  Þjálfarinn hefði frekar átt að undirbúa leikmenn fyrir þennan leik með því að fara í "keilu" eða skella sér með liðið í göngutúr í einhverjum skrúðgarðinum þarna úti, heldur enn að halda æfingu á vellinum fyrir leik eins og venja er oft hjá landsliðum almennt.  En burtséð frá öllum vangaveltum í þessum efnum, þá þarf að huga að framtíðinni.  Tími Eyjólfs þjálfara er liðinn þ.e. eftir leik gegn Dönum sem ekki nokkur maður mun þora að fylgjast með héðan af "skerinu" okkar!  Framtíðin felst í kröftugum þjálfara (herforingja) svona eins og t.d. Guðjón Þórðarsson eða annan álíka "caracter".  Annað dugir einfaldlega ekki.  Annars munum við áfram "skrapa" botninn á heimslistanum þ.e. þessum fræga FIFA lista og áhorfendum mun fækka á þessum stækkandi heimavelli okkar í Laugardalnum!  Atvinnumönnum okkar í knattspyrnu þarf að gera það skýrt ljóst að þeir eru ekki í landsliðinu eingöngu til staðfestingar á því að þeir séu orðnir "frægir" í boltanum, og geti þar með boðist til að spila með því, svona til tilbreytingar milli þess sem þeir berjast fyrir sætum sínum í boltanum erlendis. 

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband