19.10.2007 | 14:19
Sala áfengis og tóbaks.
Á alþingi er frumvarp um sölu áfengis og tóbaks til umræðu. Þetta frumvarp er ekki þar í fyrsta sinn til umræðu, en þó er augljóst að fylgið, við að þetta frumvarp nái samþykkt eykst með ári hverju. Það eru heldur engin rök fyrir því að þetta frumvarp sé ekki samþykkt. Fyrir nokkrum árum var samþykkt frumvarp um að bjórsala skyldi leyfð hér á landi. Og ekkert hefur komið fram um annað, en að þetta hafi fallið vel í "landann". Svo vel, að drykkjumenningin hefur stórbatnað hér á landi. En það má ekki blanda þessari umræðu við annan vanda í þjóðfélaginu og þá þann að önnur fíkniefni, miklu sterkari hafa verið þjóðinni til vandræða undanfarið. En það er allt önnur umræða! Þetta með að leyfa sölu á bjór og léttvíni annarstaðar en í ríkinu getur ekki verið annað en hið besta mál, enda þegar komin reynsla á þetta óbeint, þar sem sumstaðar úti á landi er ríkið staðsett innan sumra verslana, en þó stúkuð sérstaklega af. Við eigum alveg að geta treyst stærri verslunum og fyrirtækjum til að sinna þessu með ábyrgum hætti. En eins og kemur fram í frumvarpi er ekki verið að tala um að litlir söluturnar eða söluvagnar og fl. eigi að fá leyfi til sölu á þessum varning. Á alþingi hafa andstæðingar þessa frumvarps bent á að á síðustu árum hafi náðst mikill árangur í forvarnarstarfi varðandi áfengisneyslu og bent á að neyslan hafi minnkað hvað styrkleika varðar. Þetta er akkúrat málið í hnotskurn, vð eigum að beina fólki meira í léttari vínin, en það gerist best með því að útiloka sterka áfengið frá almennri verslun. Við verðum að horfa áfram fram á veginn, en ekki standa endalaust í sporum fortíðar og hugsa hve gott það hefur verið að hafa eitthvert "opinbert yfirvald" til að taka ákvarðanir um líf okkar hér á þessari eyju.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 775
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Topplistinn.
Af mbl.is
Viðskipti
- Svipmynd: Netárásir varða allt samfélagið
- Gríðarleg aukning í framrúðutjónum
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
- Landsbyggðin ber uppi skattsporið
- Óvarlegt að refsa með verri kjörum
- Hampiðjan greiddi þrjá milljarða fyrir indverskt félag
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.