Sunnudagshugvekja um borgarmál.

Nú þegar nýr meirihluti er kominn til starfa í Reykjavíkurborg er gaman að skoða hvaða mál þau setja á oddinn næstu misserin. Ekki eru það samgöngumálin sem þar verða hátt skrifuð, búið að leggja á hilluna hinum stóru breytingum sem áttu að verða við gatnamót kringlumýrarbr. og Hringbrautar.  Ekki munum við sjá lækkanir á útsvari okkar borgarbúa á næstu árum með þennan meirihluta við störf.  Og aðrar skattalækkanir munu ekki verða á borðinu okkur borgarbúum til handa.  Allt á að snúast um félagsmálin sem verða sett í forgang, enda á þetta að vera félagshyggjustjórn, þ.e. íbúarnir settir í forgang. Auðvitað mun þetta þýða að lítið verður um aðrar ákvarðanir en þær að ákveða hvert á að dæla peningum en ekkert verður spáð í hvernig á að afla þeirra, nema hvað að ákv. verður áfram að láta  Orkuveituna bæta þetta upp áfram ásamt auknum skatttekjum frá þeim borgarbúum sem ekki hafa séð sér fært um að koma sér í burtu.  Þá má nefna flugvallarmálið sem í upp í loft í bókstaflegri merkingu, engin ákvörðun þar í sjónmáli, enda ólíkar skoðanir þar innan meirihlutans. Svo eru kjaramálin framundan og þessi nýi meirihluti strax búinn að gefa loforð um ríflega kaupauka til handa ákv. hópum fólks og sett önnur verr sett sveitarfélög í klemmu í þessum efnum.  Svo er að sjálfsögðu þetta stóra útrásarmál Orkuveitunar í rannsókn, þannig að mikið verður áhugavert að fylgjast með hversu framvindur í þessu máli á næstunni.  Þó það sé hlýtt í lofti þessa daganna hér á landi, þá er augljóst að miklir kuldar  leika um Ráðhúsið og munu áfram leika um það í vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband