samþykkt borgarráðs!

Nú hefur verið samþykkt í borgarráði að hafna samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest. Þetta er alveg samkvæmt því sem fólk hefur verið að krefjast almennt.  Enda hafa allflestir fengið nóg af útrásarvæðingu Orkuveitunnar með þeim hætti sem hún hefur átt sér stað með.  Það er eitt að einkavæða opinber fyrirtæki og annað að leyfa opinberum fyrirtækjum að taka þátt í samkeppnisrekstri sem þessum, með sjálfskipaða embættismenn við stjórnvölinn sem mata krókinn á kostnað hins almenna borgara (útsvarsgreiðanda).  Og taka þátt í áhættusömum tilraunaverkefnum, á okkar kostnað!  Nóg hefur verið gert af því í borginni undanfarin ár, mest með þátttöku Orkuveitunnar.  En í framhaldi af þessu hlýtur maður að spyrja hvort maður eins og Björn Ingi þurfi ekki að axla ábyrgð á þessum hlutum eins og Vilhjálmur fyrrum borgarstj. hefur gert með sínum hætti.  Annars er það athlyglisvert að sjá hvað menn eins og Bjarni Ármanns og fl. eins og t.d. FL.group hafa haft gaman af að taka þátt í þessum pólitísku fjárfestingum.  Þeir hljóta að leggjast undir feld nú, þegar borgarráð hefur samþ. að hafna þessum gjörning.  Þeir fara kannski fram á bætur vegna alls þessa fjaðrafoks!.  En hver verður svo næsti leikur Orkuveitunnar.  Svo er gott að vita að Bjarni Ármanns og FL group liðið getur hreinsað út allan "pirringinn" út af þessu máli í Mararþoninu í New York næstu helgi!!  En svona er þetta þegar menn geysast út á hinn pólitíska völl... menn geta aldrei treyst á neitt öruggt þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband