Keflavíkurflugvöllur!

Jæja, þá eru þær að koma í ljós, afleiðingarnar af brotthvarfi hersins af Miðnesheiði!  Niðurskurður í eftirliti með viðhaldi flugbrauta og fleira.  Fækkað hefur verið í slökkviliði á vellinum og svo virðist sem sparnaður sé í gangi með að halda flugbrautum hreinum hvað varðar ísingu og fl.  Hér áður fyrr þegar herinn var til staðar þá sá hann um að halda vellinum í sem bestu ásigkomulagi allann sólarhringinn, og engu til sparað, svo komu íslendingar og tóku við þessum gríðarstóra "velli" og þóttu það lítið mál að sjá um þetta!  En svo virðist sem þetta sé of stór biti fyrir okkur hér á skerinu að sjá um þetta svo vel sé.  Öryggismál eru í ólagi, þ.e. fækkun í slökkviliðinu fræga eins og áður er nefnt, sem séð hefur um þessi mál í áratugi.  Flugvélar renna á flugbrautum, eitthvað sem ekki átti sér stað þar áður fyrr.  Það hlýtur að vera áhyggjuefni að fólk sem ferðast um völlinn geti ekki verið öruggt með öryggi sitt þegar það ferðast! Þetta minnir mig á máltækið gamla góða "Enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en misst hefur" þá meina ég þetta með "herinn".  Við munum hér í gamla daga þegar slökkviliðið á vellinum var talið eitt það besta í heiminum og var fengið til að bjarga málum langt út fyrir "völlinn".  Nú er tíðin önnur. Sparnaður er lykilorðið hjá stjórnvöldum.  Persónulega er þetta ekki stórmál fyrir mig þar sem ég ferðast ekki um þennan völl á veturna, en ég spyr bara um blessaða stjórnmálamennina sem eru alltaf á þönum út um allt hvort þeim líði vel þegar þeir taka á loft eða lenda þarna í "nepjunni á miðnesheiði".  En hvað um það, lífið er nú einu sinni lotterí!!.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband