10.1.2008 | 13:27
Enn um Sundabrautina!
Það er þetta með Sundabrautina aftur, að það lítur út fyrir að við landsmenn fáum ekki að líta hana fullbúna fyrr en við (eða allavega ég) höfum náð háum aldri, eða svo lítur út fyrir. Þessi framkv. (sem ekki er hafin ennþá) er orðin að einni skömmustulegu samgönguframkv. Íslandssögunnar. Það er búið að kosta tugum ef ekki hundruðum milljóna í rannsóknir á þessari framkvæmd undanfarinn áratug eða meira, en ekkert gerist. Allan þennan tíma hefur þessi framkv. verið í höndum gamla R. listans í Reykjavík, og svo nokkra mánuði í höndum Sjálfst.manna og svo aftur nú í hendur hins nýja R. lista og ekkert gerist og ekkert "mun" gerast á næstunni, boltanum bara kastað á milli borgar og ríkisins", og vegargerðin er þarna á milli!! Svona getur þetta gengið áfram næstu árin. En eitt virðist þó vera meir og meir í umræðunni, þ.e. leiðirnar sem menn vilja fara. Í upphafi var talað um ódýra leið, þar sem ríkið var tilbúið að greiða mestan hlutann, en nú mörgum árum síðar eru embættismenn og stjórnmálamenn farnir að tala um miklu, miklu dýrari leiðir sem munu kosta borgarbúa og jafnvel landsmenn líka margfalda þá milljarða sem í upphafi var talað um. Oft hefur verið talað um "fleesing of America" ef ég man rétt, þ.e. í Bandaríkjunum, en þar hefur þessi umræða oft komið upp í sambandi við þegar hið opinbera er að eyða í hluti sem aldrei munu koma borgurum til góða. Þ.e.a.s. "tapaðir aurar" , og þeir eru orðnir ansi miklir í þessu máli af ýmsum ástæðum, m.a. hagrænum. En nú kasta þeir boltanum á milli sín flokksfélagarnir Herra Borgarstjóri og hæstvirtur samgönguráðherra og deila um hver tefji, og Vegamálastjóri situr á milli og horfir á. En hann verður nú líklega löngu hættur þegar eitthvað gerist...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.