17.5.2008 | 12:57
Ísland hornreka í Evrópusambandinu!
Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið veikt fyrir hugm. á borð við að ganga í Evrópúsambandið! Hvað sækist fólk eftir, er það skrifræðið sem það er hrifið af, styrkirnir sem það getur sótt þar um, opinbera báknið sem fylgir embættismannaelítunni í Brussel og víðar, eða eitthvað annað? Finnst fólki ekki nóg að vera að "argast" út í innlenda pólitíkusa alla daga um hin og þessi málefnin? Vilja menn virkilega fá yfir sig heilan "her" að pólitíkusum sem taka ákvarðanir um líf okkar dag frá degi! Og hvernig ætlum við þá að koma skilaboðum áfram um misrétti af hinu ýmsu tagi sem upp kanna að koma á framfæri við hið fjöltungumála og sundurleita skrifræðibandalag.
Geir: Ég vil ekki ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held bara að fólk sjái engan mun á því að lifa undir íslenska skrifræðinu og "bákninu" í Brussel. Það er aldrei hlustað á okkur hvort eð er.
Skaz, 17.5.2008 kl. 13:02
Og fólk vill allavega byrja viðræðurnar til þess að fá að sjá raunverulega svart á hvítu frá upprunanum hvaða galla og kosti er hér um að ræða.
Spekúleringar misgáfaðra manna og sérfræðinga eru ekki lengur nægilega gott lesefni. Fólk vill raunverulegar staðreyndir og þær staðfestar.
Skaz, 17.5.2008 kl. 13:05
Það er mikið að einhver hér á mogga vefnum skilur alvarleikan á þessu máli. Sótsvartur álmúginn sér þetta ekki svona. Hann sér bara lægri vexti og afnám á verðtryggingu. Það dugar meðalheimskum íslendingi til að kjósa um aðild og ignorar alveg afleiðingarnar, því hann sér hugsanlega einhvern sparnað í hálftómu pyngjuna sína. Þess vegna eiga svona mál ekki að fara undir þjóðaratkvæðagreiðslu.
nonni (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 13:22
Það eru 27 þjóðir í ESB. Þeim er frjálst að ganga út hvenær sem er og henda Evrunni ef að þær kjósa svo. Samt hefur engin þeirra gert það eða svo mikið sem ljáð máls á því.
Hvers vegna ?
Jú þær sjá allar hag sínum betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess. ESB byggist á sameiginlegum hagsmunum ríkjanna sem að standa innan þess. Allt tal um að Ísland verði einangrað innan sambandsins byggist á þerri skoðun að hagsmunir Íslands fari ekki saman við hagsmuni annara ríkja Evrópu. Fiskveiðistjórnun ESB byggist á veiðireynslu og það hefur engin önnur þjóð en Ísland veiðireynslu við Íslands strendur. Engin.
Seðlabanki Evrópu er ekki björgunarmiðstöð, ekki frekar en Seðlabanki Íslands ætti að vera. Seðlabanki Evrópu hefur þó eitt fram yfir þann íslenska. Það er brugðist við eins og skot ef að efnahagsástand eins aðildarríkis að myntbandalaginu fer að sýna hættumerki án þess að grípa fram fyrir hendurnar á stjórnvöldum viðkomandi lands. Slíkt inngrip skaðar efnahagslífið og tiltrú alþjóðahagkerfisins á efnhag viðkomandi lands. Það er ástæða fyrir því að alþjóðahagkerfið hefur nákvæmlega enga trú á íslensku efnahagslífi. Vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa verið ansi dugleg að fullyrða að það þurfi að fara í björgunaraðgerðir.
Ég ætla samt ekki að kvarta. Bý í landi innan Evrópusambandsins og þarf ekki að búa við 12% verðbólgu, matvæla verð sem að hvergi á sér hliðstæðu innan Evrópu og vexti sem að þekktust á meginlandi Evrópu á sjöunda og áttunda áratugnum.
Phobos (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 13:36
Ég er ekki sjálfstæðismanneskja, ég er óflokksbundin, en ég tek ofan fyrir Geir. Hlustið þið á það sem hann er að segja, því það er sannleikur. Ég bjó í hjarta evrópu í 30 ár og er ný flutt aftur heim. Ég varð vitni að því þegar evrópa sameinaðist, landamærinn opnuðust og allt breyttist. Svo kom evran og rústaði restinni fyrir meðalmanninum. 11 milljón þjóðverja búa UNDIR fátækramörkum,,, í köldum íbúðum... 4 hvert barn í Berlín líður skort. TIL HAMINGJU EVRÓPA!!! Flott mál maður! Þetta er svipað í allri evrópu nema Lúxemburg sem er ennþá ríkt land.
Geir talaði úr mínum munni í kvöld. Við ERUM mjög sérstök þjóð. Viljum við selja okkur fyrir efnishyggju? Halló? Ég ráðlegg hverjum einasta íslending með skoðanir, að lesa ÖLL evrópulögin áður en þeir dæma Geir og hans staðreyndir. Síðan ættu þeir að lesa allt um Jón Sigurðsson heitinn. Nei ég hef ekki lesið öll evrópulögin en ég upplifði tonn af þeim. Rockhard reality!
Ég elska þetta land og dáist að þjóðinni með allann sinn dugnað, og þegar maður upplifir í hnotskurn hvað þetta evrópusamband er, þá þakkar maður fyrir að koma hingað heim og taka þátt í samhentu reddingarþjóðfélagi sem stendur sig eins og stórveldi. Það má margt betur fara hér á landi, en ég vona að ég þurfi aldrei aftur að upplifa að búa undir evrópubákninu. Að ég þurfi aldrei aftur að borða bara útlenskt kjöt eða grænmeti. Íslensk matvara er lostæti!
Ef þið bara vissuð hvað Ísland er mikil paradís. Ég bjó í 86 milljón manna þjóðfélagi og borgaði 6 sinnum meira í rafmagn og hita en ég borga hér á landi. Ég þakka Guði í hvert sinn sem ég drekk ískalt vatn úr krananum, því það er ekki búið að fara 7 sinnum endurunnið í gegnum mannslíkamann. Mér finnst að þjóðin mætti taka sig aðeins á, og Geir mætti rassskella alla ríkisstjórnina opinberlega á Austurvelli :=)
anna (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.