Nýr skattur frá ríkisstjórn í haust!

Í haust á að leggja fram nýtt skattafrumvarp um hækkun eldsneytisskatts á almenning, sem að sjálfsögðu hefur áhrif á lánsvísitölur til hækkunar og fl.  Þessi skattur er kominn til að vera! Það er alveg ljóst að þessi skattur er að kröfu SAMFYLKINGARINNAR og er  sérstakt áhugamál EVRÓPUSAMBANDSRÁÐHERRA okkar Þórunnar Sveinbjarnardóttur (umhverfisráðherra). Í miðri olíukreppunni virðist mönnum eina lausnin að "hækka skatta".  Eins og þeir séu ekki nógir fyrir?  Ástæðan sem gefin er fyrir er að það þurfi að "REFSA" eigendum bensínháka fyrir að keyra á sínum eyðslufreku farartækjum!!  Nú spyr maður: Er ekki búið að refsa nóg, þarf nýja skatta? Er eina lausnin að herma eftir nágrönnum okkar og skattpína borgarana?  Ætlum við virkilega að hverfa áratugi aftur í tímann í þessum efnum?  Þetta arfavitlausa frumvarp hefur engin meiri áhrif á eigendur bensínháka í dag, en hið háa eldsneytisverð hefur nú þegar.  Það mun hinsvegar hafa mikil áhrif á hinn almenna borgara í þessu landi til skemmri tíma og lengri!  Það verður að hafa í huga að almennt er talað um að eldsneytisverð hækki um a.m.k. 5kr. til að byrja með.  Svo virðist sem þetta sé bara einn af mörgum  nýjum óbeinum umhverfissköttum sem Samfylkingingunni bráðligggur á að koma á.  Er þetta bara byrjunin á skattafárinu...
mbl.is Bensínhákar óseljanlegir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þetta er einfaldlega vitlaust hjá þér. Álögur ríkisins aukast ekkert með þessum tillögum. Þær minnka heldur ekki neitt. Það eina sem gerist er það að álögur á eldsneytisfreka bíla eykst á meðan að álögur minnka á neyslugrennri bíla minnkar. Ég persónulega tel að þessar tillögur hafi ekki gengið nógu langt.

Ólafur Guðmundsson, 3.6.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þú gleymir einu stóru atriði. Það á að lækka aðra skatta á móti þannig að tekjur ríkissjóðs verði óbreyttar. Þetta mun leiða til þess að rekstrarkostnaður eyðslugrannra bíla mun lækka. Almenningur hefur því val um að lækka skattana sína með því að vera á eyðslugrönnum bíl. Þetta mun því vera kjarabót fyrir þá, sem minnst hafa og hafa þess vegna þurft að vera á ódýrum og eyðslugrönnum bílum hingað til.

Þetta er einfaldlega aðgerð ætluð til að hvetja almenning til að velja frekar eyðslugaranna bíla, sem menga minna.

Sigurður M Grétarsson, 3.6.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

En þegar losunarheimildir fara að kosta peninga þá er eðlilegt að þeir, sem losa þessar gróðurhúsalofttegundir greiði fyrir það. Það hversu hátt hlutfall bíla á götunni eru eyðslufrekir bílar segir manni að eldsneytisverð er ekki of hátt.

Sigurður M Grétarsson, 3.6.2008 kl. 09:37

4 identicon

Ívar - eitthvað segir mér að þú hafir ekki lesið sjálfa skýrsluna heldur sért að gera þínar athugasemdir út frá einhverju sem þú heyrðir annars staðar.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:44

5 identicon

Meginmálið í þessu öllu er SKATTURINN þ.e. að búa til NÝJA skatta. Sama hvað þeir heita!! Við eigum nú eftir að sjá hvað þeir lækka gjöldin á móti ef til þessa kemur, ég hef ekki trú á að svo verði sem nokkru nemi!!  Og hvernig er það svo með fólk sem býr á landsbyggðinni og þarf góða og trausta bíla til að komast sinnar leiðar á veturna yfir heiðar á stærri bílum, á að refsa þeim?  Þetta verður kannski til að flýta fyrir hreppaflutlingum fólks hingað á "mölina". 

Ívar Andersen (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 10:16

6 identicon

Það er einfaldlega vitleysa að Ísland fari að eltast við einhverja kolefniskirkju.

Við erum örfáar hræður á nokkuð stóru skeri. Við notum hvorki gas, olíu né kol til húshitunar, eldamennsku né raforkuframleiðslu. Það eina sem við notum olíu í eru bílar og bátar.

Við eigum frekar að fá að njóta þess að vera í þessum sérflokki, en það eru ráðamenn þjóðarinnar ekki sammála um, þeir hafa fullt í fangi með að þvælast í evrópu og veiða vitleysu sem þeir flytja svo inn til Íslands og borga ekki tolla af.

Við erum nú þegar með minnstu kolefnisnotkun per höfðatölu af öllum evrópuþjóðum, nema mögulega Frakkland sem notar nær eingöngu kjarnorku sem orkugjafa og eiga bara litla bíla vegna plássleysis, engin álver og lítið af skipum.  Ef miðað er svo við heildarlosun þá erum við ekki mælanleg ef borið er saman við nágrannaríki okkar. Það myndi enginn taka eftir því þótt íslendingar myndu hætta að keyra bíla, slökkva á öllum álverunum og leggja öllum skipunum. Bara Bretland losar sennilega 500 sinnum meira magn en við gerum.

Mér er persónulega meinilla við fólk sem lepur drulluna úr rassgatinu á Al Gore eins og þetta sé heilagur sannleikur, og ætlast til að aðrir geri það sama. Þetta er ekkert nema hræðsluáróður sem engin innistæða er til fyrir.

Það er hinsvegar ekki allt neikvætt við bullið í Gore. Það er eitt jákvætt, og það er að ýta undir rannsóknir á öðrum orkugjöfum sem geta minnkað það tangarhald sem olíuríkin hafa á hagkerfum heimsins. Eins og staðan er í dag geta olíuríkin stundað sitt verðsamráð og haft olíuverðið nákvæmlega eins og þeim sýnist. Olíuverð stýrist ekki af neinu, olíuríkin ákveða bara hvað þau vilja fá fyrir olíuna og þau hafa áður tekið sama bragð og þau eru að gera núna, það er að draga úr framleiðslu og hækka verðið. Þetta er bara vandamál vegna þess að olían er í dag ódýrasti og mest notaði orkugjafinn. Á einhverjum tímapunkti verða þessar blóðsugur búnar að hækka olíuna það mikið að einhver annar orkugjafi verður orðinn samkeppnishæfur.

Pólitíkusar eru mjög hrifnir af bullinu í Gore, því það gefur þeim afsakanir til þess að stunda svívirðilegar skattahækkanir eins og núna er verið að gera á Íslandi. 

Baldur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband