8.10.2008 | 10:49
Seðlabankinn grípur inn í.
Ánægjulegt að búið sé að taka af skarið í þessum málum og það núna af Seðlabankanum. Að sjálfsögðu var ástandið komið út á tómar villigötur hvað gjaldeyrismálin varðar. Eitt verður maður að segja á þessum tímum, eins gott að ekki sé stutt í kosningar á þessu landi, þá stæðu málin með öðrum hætti og hættulegri aðstæður í landinu. Það munar miklu að menn geti unnið úr þessum málum með ábyrgum hætti núna heldur enn að þurfa vera með rándýr kosningaloforð í farteskinu til að hygla sér og sínum! Það er ekkert grín að takast á við þennan vanda sem landinn er í þessa dagana. En eins og Davíð Seðlabankastjóri sagði í Kastljósi í gærkvöldi, þá mun landinn komast í gegnum þetta allt saman að lokum og við munum standa betur á eftir. Ef einhver skildi ekki hafa skilið það sem Davíð sagði í Kastljósinu í gær, þá skora ég á þann aðila að hlusta aftur á það á netinu, það var kjarni málsins sem þar kom fram!
![]() |
Seðlabanki miðar áfram við sama gengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já veðn nú að vera sammála þér með að við vinnum okkur út úr þessu. Held nú samt að það sé nauðsinnlegt að taka til á mörgum stöðum. Verður gaman að sjá hve langan tíma það tekur að koma Landsbankanum aftur á markað. Eða veður hann bara ríkisbanki aftur?
Held að síðan sé nauðsinnlegt að losa sig við seðlabankann. Þeir voru bara á einhverju rugli í stað þess að gera eins og lög standa til.
'Seðlabanki Íslands skal sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd.'
Nú er ekki tími til að vera í sjónvarpsviðtölum, heldur fyrir atvinnulífið í landinu til að rísa upp. Ekki peningateljara heldur framleiðslu. Ál, hugvit, fiskur, ferðaiðnaður.
Jón (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.