Reglugerðarráðherrann!

Ekki við öðru að búast frá Ráðherra Umhverfismála.  Alls engar undanþágur til að liðka fyrir málum á krepputímum.  Þetta er dæmi um það sem við fáum kannski í framtíðinni þegar við verðum komin inn í ESB ef Samfylkingin fær ráðið þar um, engar ákvarðanir, nema eftir leiðum reglugerðarbáknsins. Ákvarðanir teknar seint eða helst aldrei.  Ráðherra vitnar í EES samninginn sér til varnar!  Hún neitar að líta til aðstæðna hér á ÍSLANDI!  Hún lítur undan þegar kreppir að hjá Íslenskum borgurum en lítur á málin með "gleraugum" Evrópusambandsins. 
mbl.is Allt í fína á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Þá er umhverfisráðherra búin að segja upp EES :

Ákvörðum umhverfisráðherra um heildstætt umhverfismat vegna álvers á Bakka er brot á nokkrum mikilvægum grunnreglum.

Fyrst má telja jafnræðisregluna sem er bundin í stjórnarskrá. Rökstuðningurinn fyrir því er einfaldur. Önnur álver og framkvæmdir eins og vegir og jarðgöng hafa ekki þurft að sæta þessari meðferð til þessa. Hér er einnig um að ræða viðskipta og samkeppnishindrun því hvernig ætti álverið að hafa frelsi til að versla við aðra virkjanir eða aðra orkukosti til að ná sem hagkvæmustum verðum.

Annað brotið er á sviði stjórnsýslulaga . Hér er átt við meðalhófsreglu. Það er ljóst að þegar umhverfismat er komið á lokastig þá er það brot á meðalhófi að krefjast óvæntrar kúvendingar sem getur tafið málið allverulega.

Það er nauðsynlegt í þessu samhengi að gera grein fyrri því að ofangreind atriði eru komin í okkar lög fyrir atbeina Evrópusambands. Þetta er talinn vera ein mesta réttarbót fyrir hönd almennings í sögu lýðveldisins.

Hvernig má það vera að samfylkingin sem talar fyrir aðild að Evrópusambandinu á tyllidögum brýtur sífellt gegn þessum einföldu grunnatriðum?. Getur verið að Evrópuhugsjónin risti ekki mjög djúpt hjá Samfylkingunni þegar hátíðisdögunum sleppir?

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 13.10.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband