Skjár einn leitar eftir stuðningi almennings.

Skjár einn hefur sett í gang undirskriftarsöfnum til að ýta á eftir því að Þorgerður Katrín og Ríkisstjórn Íslands leiðrétti skakka samkeppnisstöðu á auglýsingamarkaði og tryggi veru frjálsra fjölmiðla á ÍSLANDI.  Þetta er jú sjálfsögð krafa frá þessari framsæknu sjónvarpsstöð sem hefur náð að gleðja alla landsmenn með einum eða öðrum hætti, nema kannski dyggustu stuðningsmenn Ríkisútvarpsins, sem flestir eru í eldri kantinum skiljanlega.  Ríkisútvarpið er ágætt út af fyrir sig, gallinn á því er þó að það nær ekki að fylgja þessum tíðaranda eftir, sem er svosem allt í lagi líka.  En við verðum þó að halda þessum hlutum aðgreindum og leyfa nýjum hugmyndum að dafna og vaxa í samkeppnisumhverfi, þessum markmiðum verður ekki náð með því að "fórna" nýgræðingunum í því efnahagsástandi sem við förum nú í gegnum.  Við eigum að sameinast í að verja þá frumkvöðlastarsemi sem byggð hefur verið upp og hjálpa til við að verja þá.  Nú stendur það upp á Ríkið að grípa inn í og veita fjölmiðlum það frelsi að fá að keppa innbyrðis á jafnréttisgrundvelli eins og t.d. auglýsingamarkaði.  Annars hverfum við hratt áratugi aftur í tímann í fjölmiðlaþróuninni og verðum með aðeins: EINA RÍKISRÁS, EINA AUGLÝSINGASTOFU, EINA FRÉTTASTOFU, o.s.frv.
mbl.is Verið að segja 45 starfsmönnum upp á Skjá einum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband