25.11.2008 | 11:12
Lífeyrir Norðmanna rýrnar.
Ekki er ástandið mikið betra hjá nágrönnum okkar Norðmönnum, Norski olíusjóðurinn hrynur, samkv. fréttinni tapar hann þrjúþúsund og fjögurhundruð milljörðum ísl. króna, og það bara á þriðja ársfjórðungi þessa árs, án efa verður tapið ekki minna á þeim fjórða, því olíuverð hefur hrunið á heimsmarkaði undanfarið! Kreppan kemur því viða við og er ekki eingöngu bundin við Ísland, eins og virðist heyrast hjá mörgum þessa dagana. Ástandið er slæmt um allan hinn vestræna heim þessa dagana, menn deila svo um orsakirnar fyrir þessu öllu, en þær eru margir samverkandi þættir sem hafa leitt til þessarar stöðu sem nú er upp komin. Hagfræðingar eru ekki sammála um ástæðurnar, stjórnmálamenn eru ekki sammála um ástæðurnar, útrásarmenn forðast að ræða ástæðurnar, fjölmiðlamenn "leita" endalaust að ástæðunum, o.s.frv. Fæstir vilja ræða það, að í Bandaríkjunum og síðan víðar fóru menn að "búa til" verðmæti utan um þau verðmæti sem til voru í raun, og þannig búið til verðmæti sem ekki voru föst í hendi og ekki í raun innistæða fyrir. Þessi "snjóhengja" varð síðan svo stór að hún endaði sem "snjóflóð" sem við liggjum núna undir...
Mikið tap norska olíusjóðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.