6.12.2008 | 17:48
Fækkun á Austurvelli.
Mótmælendum fer fækkandi á Austurvelli, ekki nema um fimmtánhundruð á fundi þar í dag! Hvað veldur? Skyldi það vera að fólk sjái að það er að verða umsnúningur í efnahagsmálunum, gengi krónunnar styrkist dag frá degi, eldsneytisverð fer hratt lækkandi þessa dagana, eða er fólk upptekið í jólainnkaupunum, það má lengi velta því fyrir sér. Þrátt fyrir gott veður í dag mættu ekki fleiri en raun ber vitni. En hvað gera þeir sem stýra mótmælunum, jú þeir boða til óvæntra aðgerða í næstu viku! Nú verður gripið til örþrifaráða!! segja þeir.
![]() |
Ábyrgðin er ekki okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 770
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Get bara talað fyrir mig. Þetta eru fyrstu mótmælin sem ég fer ekki á að ástæðan er sú að þetta er að breytast í skrípaleik. Allt í einu snérist þetta upp í að frelsa einhvern gæja sem hafði ekki borgað sekt og huldi andlit sitt eins og hryðjuverkamaður í viðtali. Allt í einu snérist þetta um einhverja kolklikkað kerlingu sem kallar sig norn og fer með galdraþulur. Þetta breyttist úr því að vera málefnaleg mótmæli yfir í að verða samkunda fáráðlinga. Tek ekki þátt í svona bulli. Það er búið að eyðileggja þessi mótmæli með fávitahætti.
Ragna T. (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 18:16
Ætli það sé ekki að fólk sé að reyna að einbeita sér frekar að þeirri staðreynd að það eru að koma jól, maður á ekki að byggja upp í sér reiði á jólunum. Finnst það ætti að gefa mótmælunum jólafrí og byrja strax að fullum krafti í byrjun ársins 2009.
Flakkarinn (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 18:31
Íslendingar eru að sýna í skoðannakönnunum að samstaðann er að aukast gegn Ríkistjórninni og sérstaklega gegn Sjálfstæðisflokknum. (klíkuflokknum)
Það eru að koma jól og fólk tekur aftur upp hanskann þegar reikningarnir fara að berast á nýju ári. Það verður þó gaman að sjá hvaða samstöðuráð á að taka fyrir næsta Laugardag. Það er búið að boða aðgerðir. Spennandi að sjá hvað það er.
Meira segja Lögreglumaður á vakt í dag sagði mér að Íslendingar væru svo ung þjóð að það væri ekki kominn hefð fyrir alvöru mótmælum. Það mun lærast hægt og bítandi.
Skoðanakannanir sýna þó best hvað er í gangi hjá þessari sófaþjóð.
Þröstur (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.