8.12.2008 | 22:41
Háskólafundurinn.
Fundur var settur í Háskólabíói í kvöld, nokkur fjöldi manns mætti á fundinn og átti góða kvöldstund saman sem var hið besta mál. Margir forkólfar Verkalýðsins mættu á fundinn til að sitja fyrir svörum. Ekki komst ég sjálfur á fundinn vegna anna við að blogga og fl. En samkv. frétt mbl.is var rætt um mörg mikilvæg málefni eins og verðtryggingu, skuldir heimila og fl. í þeim dúr, eins og segir í fréttinni. Á fundinum tók Ásta Rut heimilishaldari til máls og sagðist sýna aðgát og aðhaldssemi í rekstri heimilisins og stunda siðlega og löglega viðskiptahætti. En hún gagnrýndi Verkalýðsforystuna fyrir ofurlaun og spurði hvernig fólk eins og þeir gætu verið í tengslum við hinn almenna launamann? Hún var svo klöppuð og hyllt mikið fyrir ræðu sína. Það athyglisverða í þessu finnst mér þó vera að hinir sömu og klöppuðu fyrir henni geri ég ráð fyrir að séu "launþegar" í þessu landi og þeir hinir sömu og kusu þessa verkalýðsleiðtoga til forystu í sínum samböndum. Þá komum við að því sem máli skiptir í þessu öllu, þ.e. gamla máltækið sem segir: Enginn á betra skilið en það sem hann kýs yfir sig!
Hiti í fólki í Háskólabíói | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.