Þetta er lítill heimur orðinn!

Já, Merkilegt þetta mál, heimurinn er lítill orðinn, búið að "pakka" honum inn í eitt forrit (GOOGLE EARTH).  Menn með illar hvatir virðast nýta sér upplýsingatæknina til voðaverka úti í hinum stóra heimi.  Annars er þetta athyglisvert með google earth, maður kíkir oft á þetta en svo virðist sem lítið sé uppfært í þessu forriti hvað varðar Ísland, það eru nokkrar ljósmyndir af Suðvesturhorninu en lítið meira.  Hvers vegna er ekki hægt að bæta myndum af öllu landinu þarna inn?  Eru það höfundarréttar reglur eða eitthvað lagalegt sem kemur í veg fyrir þetta, þetta er náttúrulega bráðsnjallt forrit!  Er það kannski svo að stofnun einsog Landmælingar Íslands séu eitthvað á móti þessu eða hvað skyldi það vera sem kæmi í veg fyrir að myndir af Íslandi séu þarna, örugglega væri það góð auglýsing fyrir ferðamannaiðnaðinn og yki áhuga erlendra á landinu!  Þó vonandi ekki samt hryðjuverkamanna!


mbl.is Auðveldar Google Earth hryðjuverk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband